Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 52

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 52
SIGRAR RÓTTÆKRAR VERKALÝÐS- HREYFINGAR Á SPÁNI Á Spáni fóru fram fyrir nokkru kosningar í verkalýðsfélögunum. Fasistarnir hugðust vinna þær. Sósíaldemókratar, anarkistar og þjóðernissinnar skoruðu á verkamenn að taka ekki þátt í þeim. En kommúnistar skoruðu á verkamenn að kjósa róttæka fulltrúa og breyta þannig kosningunum í sigur yfir fasismanum. Og það tókst. Einkum í borgunum Madrid, Barcelona, Sevilla, Bilbao, Coruna, Saragossa og í Asturíu varð sigurinn stórfenglegur. Sigurinn varð svo mikill, að mörgum á Spáni og erlendis þótti undrun sæta. „En það kom okkur, spönskum kommúnistum, ekki á óvart,“ segir Eduardo Garcia, ritari Kommún- istaflokks Spánar, í grein í „World Marxist Review.“ Spánski kommúnistaflokkurinn er nú að byrja að uppskera ávextina af 27 ára þrot- lausri baráttu og er nú ótvírætt forustuflokk- urinn í baráttu spánska verkalýðsins fyrir lýð- ræði og frelsi gegn fasismanum. Síðan hin miklu verkföll voru háð 1962 hefur flokkur- inn látlaust unnið að því að skapa fjöldaflokk á Spáni, þrátt fyrir boð og bönn fasistastjórn- arinnar. Og honum er að takast það. Mikill 'hluti þeirra 200.000 verkalýðsfull- trúa og 20.000 verksmiðjunefnda, er kosin voru í þessum kosningum, eru reiðubúnir til að ganga í flokkinn. Bændur og landbúnaðar- verkamenn eru í stórum stíl á sömu leið. Margir erfiðleikar eru á veginum. En að- staðan hefur stórbatnað. Yfirvöld fasistanna hafa ekki lengur þau tök á fólkinu, sem þau áður höfðu. Þúsundum saman koma verka- menn og fulltrúar þeirra á fundi og slá þá 52 skjaldborg um kommúnistana, ef fasistarnir ætla að ofsækja þá. Fasistarnir eru á undan- haldi. Hinn „sérstaki herdómstóll“ hefur ver- ið afnuminn. Það var mikill sigur. En þrátt fyrir vaxandi styrkleik kommún- istaflokksins á Spáni vill hann koma á sem beztri samvinnu við aðra aðila, sem vilja vinna gegn fasismanum. I grein, sem aðalrit- ari flokksins, Santiago Carillo, ritar í „Mundo Obrero,“ segir hann: „Flokkurinn gerir ekki kröfu til þess að vera eina aflið í fjöldahreyf- ingunni, eini skipuleggjandi allra aðgerða. En hann er hreyfiaflið, brautryðjandinn . ...“ „Sjálfstæði fjöldahreyfingarinnar er raun- veruleiki og nauðsyn, sem flokkurinn má aldrei gleyma, því slíkt myndi skaða bæði hreyfing- una og flokkinn,“ segir Garcia í grein sinni. „Mikil átök eru framundan. Tími úrslitaorr- ustunnar nálgast. Síðustu verk Franco-stjórn- arinnar eru vottur um veikleika hennar, um spillingu og rotnun þess stjórnarfars, 6em þjakað 'hefur Spán í 30 ár.“ Það er verkalýðáhreyfing nýrrar tegundar, sem risin er upp á Spáni. „Markmið okkar er, eftir að lýðræði hefur komist á, að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hindra að alþýðan tefji of lengi í hinu „klassiska“ vestræna þingræðisskipulagi kapitalismans. Við hyggjum á þróun lýðræðis með róttækum enduíbótum á gerð þjóðfélagsins („struktural reforms“), sem breyti því í félagslegt og póli- tískt lýðræði.“ Svo segir Santiago Carillo í grein í „World Marxist Review.“ „Þannig sjáum vér fyrir oss umsköpun auðvaldsskipu- lags á stigi ríkiseinokunar yfir í sósíalisma.“ Svo endar hann grein sína. En meðal ráðstaf- ana til slíkrar gerbreytingar taldi hann sér- staklega þjóðnýtingu 'banka og einokunar- hringa, svo og að gefa bændum þá jörð, er þeir rækta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.