Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 23

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 23
'þjóðarinnar á þessu tímabili er bein afleiðing af sjálfri viðreisnarstefnunni: þeirri trúar- setningu að óheft einkaframtak sé þess um- komið að grundvalla traust atvinnulíf í hinu litla þjóðfélagi okkar, að ekki þurfi annað en gefa auðmagninu og hand'höfum þess frelsi og þá muni þarfir atvinnuveganna uppfyllast um leið! íslenzka viðreisnarstjórnin mun vera eina ríkisstjórnin í V-Evrópu er játast ennþá þessari kreddu hins klassíska kapitalisma. Auðmagn einkaframtaksins leitar eðlilega í þær greinar atvinnulífsins sem gefa skjótastan og auðteknastan gróða á 'hverjum tíma. Það er því engin tilviljun þótt hið margprísaða frjálsræði viðreisnarinnar — innflutnings- frelsið og afnám verðlagseftirlits — hafi hleypt ofvexti í viðskiptageirann (verzlunar-, banka- og tryggingarstarfsemi). Þar eð innanlands- verzlunin er í eðli sínu óbundin öðru en kaup- getu almennings og neyzluháttum hans, hefur 'hún getað blómgazt jafnhliða því sem sigið hefur á ógæfu'bliðina fyrir framleiðslugrein- unum. Sé viðskiptalífið eitt lagt til grundvall- ar er ómótmælanlegt að „viðreisnin” hefur heppnast; það hefur aldrei verið meira „fjör í bissnessinum“ á íslandi en hin síðustu árin. Það sýnir aðeins að viðreisnarstjórnin er í raun og sannleika umboðsstjórn verzlunarauð- valdsins. Ofvöxt viðskiptageirans má ekki einungis marka af verzlunarhöllunum og bönkunum sem vaxið hafa upp eins og gorkúlur í Reykja- vík sl. ár, heldur og af beinum tölum. Á tíma- bilinu 1962-—1965 hefur hlutfallsleg skipting fjármunamyndunar (fjárfestingar), miðað við Verðlag ársins 1960, breytzt sem hér segir í eftirtöldum atvinnugreinum: * 1962 1965 % % Fiskveiðar 6.6 3.9 Iðnaður 14.7 11.4 Flutningatæki 9.8 15.0 Verzlun og skrifstofuhús 4.8 5.6 Athyglisvert við þessar tölur er að hlutur framleiðslugreinanna hefur stórlega minnkað á kostnað hinna, einkum flutningatækjanna. Þar valda hin miklu flugvélakaup reyndar mestu um, en aukinn bílainnflutningur á einn- ig mikinn þátt í hækkuninni. A sl. ári voru * Skv. töflu sem birtist í „Úr þjóffarbúskapnum," 15. tbl. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.