Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 39
ar og heitin frá 1776 um frelsi, jafnrétti og
bræðralag og sjálfsákvörðunarrétt þjóða. —
Þessi ákvörðun leiðir til þess, að Bandaríkin
verða hötuð um allan heim sem kúgunarvald.
Anti-amerikanismanum mun þá vaxa ásmeg-
in. I dag standa Bandaríkin, með a'llan sinn
valdahroka, sem ógnun við heimsfriðinn og
sem ægivald gegn sókn íbúa þróunarlandanna
til bættra lífskjara.
Örlög í Vietnam
Ósvarað er, hver verða örlög vietnömsku
þjóðarinnar, svo ekki sé spurt um örlög alls
mannkyns. En örlög vietnömsku þjóðarinnar
varða alla.
Islendingar verða að mynda sér skoðun á
hlutlægan hátt og ieggja til hliðar áróðurs-
formúlur kalda stríðsins. Vandamál Vietnam
verða ekki krufin með svart-hvítum hugsun-
arhætti kalda stríðsins. í dag verða Islending-
ar að gera upp við sig:
— 'hvort þeir álíta Bandaríkin verjanda lýð-
ræðis og frelsis og sjá bandarískt þjóðfé-
lag sem fyrirmyndarríki, sem ber að
þröngva upp á aðrar þjóðir,
— eða hvort þeir álíta Bandaríkin standa í
vegi fyrir friðsamlegri sambúð, vera ógn-
un við heimsfriðinn og álíti Bandaríkin
forustuþjóð andbyltingaraflanna, sem
valda „misrétti, óréttlæti og minstri ham-
ingju fyrir sem flesta“ og þá fyrst og fremst
íbúa þriðja heimsins.
Barátta hinna fátæku gegn yfirstétt heims-
ins, baráttan milli hinna kúguðu og kúgaranna,
er einkenni alþjóðavandamála í dag. Þessa
baráttu verður að leggja til grundvallar, er ís-
lendingar móta utanríkisstefnu sína. í dag
skipum við okkur á bekk kúgarans gegn hinum
fátæku íbúum þriðja heimsins. Þar erum við
á rangri hillu og sú afstaða er í megnasta ó-
samræmi við sögulega arfleifð þjóðar okkar.
HEIMILDIR:
Fakta om Vietnam. Pax, Oslo 1965.
USA og Den Tredje Verden, eftir D. Horowitz. Pax,
Oslo 1966.
Vietnam Magasinet. Pax, Oslo 1966.
Anti-Amerikanisme, Orientering, 5. marz 1966.
Vietnam, i gár, i dag og i morgon, eftir Olav Rytter.
Oslo 1966.
Konflikt — Sannheten om Vietnam. Kaupmanna-
höfn 1966.
The Economy of the Western Ilemisphere, eftir A.
J. Toynbee.
Þjóðarmorð í Vietnam, Sunnudagsgrein Austra, jan.
1967.
Vietnam Bulletinen, útg. í Stokkhólmi.
39