Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 34
Fréttastofurnar senda daglega fréttir af at- burðum í Vietnam. íslendingar kannast við fréttir eins og: „/ dag var gott veður í Vietnam og banda- rískar flugvélar fóru alls 118 árásarferðir til Norður-Vietnam. Varpað var sprengjum á olíustöðvar og samgönguleiðir í nágrenni Hanoi.“ Almenningur hefur reynt að sneyða hjá því að mynda sér skoðun um svo fjarlægt stríð. Eitt barnsrán kemur meiri róti á sálarlíf Norð- urlandabúa en frétt um hundruð fallin eða særð börn í Vietnam. íbúar hinna svonefndu frjálsu þjóða hafa yjirleitt aðeins lœrt að hugsa í eintölu. Sprengjuárásirnar á Norður-Vietnam ollu þáttaskilum í Vietnamstríðinu. En 7. febr. 1965 reisti einnig mótmælaöldu um allan heim. Sú sókn sem Johnson forseti nefndi „friðar- sókn,“ knúði fram umræður um réttmæti ut- anríkisstefnu Bandaríkjanna. Þessi sprengju- ógn við heimsfriðinn krafðist þess, að almenn- ingur gerði málið upp við sig. Erfitt hefur þó verið fyrir íbúa Vestur-Evrópu að leggja dóm á atburð, sem í raun brýtur í bága við hinn svart-hvíta hugsunailiátt síðustu tuttugu ára. Hörmungar Vietnamstríðsins Bandarískar upplýsingar herma, að Banda- ríkjaher og leppherir þeirra hafi nær fjórfalda yfiriburði hvað snertir mannafla í Vietnam. Þeir eru útbúnir með fullkomnustu morðtækj- um, sem hingað til hefur verið beitt í stríði, en hermenn ])jóðfrelsisfylkingarinnar hafa einungis létt vopn. „Neiv York Times“ hafði það eftir Mac Namara 21. apríl í jyrra, að sprengjumagnið vceri þá lcomið upp í 50.000 tonn á mánuði, en í Kóreustyrjöldinni beittu Bandaríkin „að- eins“ 17.000 tonnum á mánuði. í annarri heimsstyrjöldinni var sprengjumagn það, sem 34 notað var í gervallri Evrópu og Afríku sam- anlagt 48.000 tonn.“ Efnaiðnaðurinn í Bandaríkjunum hefur nú framleitt 250 milljónir napa’lmsprengja. Portú- galar háfa beitt þeim í Angola, en Bandaríkja- menn nota þær nú í Vietnam. A árinu 1966 ihafa 700.000 hektarar ræktaðs lands verið eyðilagðir af eiturefnum, enda er nú svo kom- ið, að eitt mesta 'hrísgrjónaland heims, Viet- nam, verður að flytja inn hrísgrjón frá Banda- ríkjunum. Mikill fjöldi barna, kvenna og gam- almenna láta lífið í þessum gereyðingarher- ferðum Bandaríkjahers. Bandarískum tilraunastofnunum hafa verið veittar 125 milljónir dollara til rannsókna á eiturefna- og sýklahernaði. Vietnam er í dag notað sem tilraunastöð fyrir morðtól framtíð- arinnar, eins og Spánn var fyrir aðra heims- styrj öldina. Sjónarvottar gefa ógnvekjandi lýsingar á ástandinu í Vietnam. Hér verða aðeins nefnd örfá dæmi: Sænska skáldkonan Sara Lidman birtir í bók sinni um Norður-Vietnam viðtal við þar- lendan yfirlækni, sem telur: „að fjörutíu sjúkrahús og um það bil sex- tíu lœknamiðstöðvar, liœli og barnadeildir hafi verið eyðilagðar í loftárásum.“ The Washington Star birti 1965 eftirfarandi frétt: „Rétt lijá lá skóli í rúst, sem þorpsbúarnir í fía Gia höfðu nýlega byggt, að öllum lílcind- um fyrir bandarískt fé. — Þegar bandaríski hermálaráðunauturinn átti að lýsa ástandinu, varð lionum að orði: fíandaríkin gáfu og fíandaríkin tóku“.“ Bandarískur kvekari, Stephan G. Gary, sem dvalið hefur í 3 mánuði í Vietnam, lýsir hvaða afleiðingar hinn ólakmarkaði lofthernaður hefur í för með sér: „Otakmarkaður lojtliernaður Bandaríkja- hers og hers Suður-Vietnam veitir heimild lil að kalla til flugvélar, ef vart verður levni- skyllna skœruliða eða ef þorpsbúar eru grun- aðir um að hýsa skœruliða. Flugvélarnar liafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.