Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 44
hafa svolítið meira til brunns að bera en hina
venjulegu barnalæknismenntun sína.
Leggja ber mikla á'herzlu á hæfni og undir-
búning aðstoðarstúlkna. Það er með öllu ó-
verjandi, að til þess starfa séu teknar stúlkur
utan af götunni undirbúningslaust. Bezt er
vitaskuld, að aðstoðarstúlkurnar hafi fóstru-
menntun, en sé ekki hægt að koma því við,
er óhjákvæmilegt að þær eigi kost á nokkurri
verklegri þjálfun og bóklegri fræðslu, áður en
þær taka til starfa, auk þess sem þær þarf að
velja sérstaklega með tilliti til umgengni við
börn, skapgerðar og almenns persónuþroska.
Talið er hæfilegt, að ekki séu fleiri en 2—4
börn í umsjá hverrar fóstru. Fóstran sér um
sömu börnin ávallt, nema þegar skipt er um
vakt, en þá tekur önnur fóstra við og er það
einnig ávallt hin sama.
Margir mæla með því, að hverri vöggustofu
sé skipt niður í litlar einingar, sem hafa á sér
heimilislegan blæ og hlýlegan. Nægilegt þarf
að vera af leikföngum og öðrum úrræðum lil
að örva skynjun barnsins. En sjaldnast er
þetta nóg, því að þrátt fyrir þetta verður fyrir
okkur hinn erfiði tálmi flestra barnaheimila:
vaktaskiptakerfið. Margir hafa rætt um það
mál, því að allir eru sammála um, að það sé
hinn mesti bagi barnMieimila. Fáir treysta sér
til að halda því fram, að hægt sé með öllu að
komast hjá vaktaskiptum starfsfólks, en unnt
er þó að gera þar verulega bót á, ef góður
vilji er fyrir hendi. Eins og ég gat um, er
æskilegast að sama fóstran skipti sér sem mest
af sama barninu og reyni allt hvað hún má
til að ganga því í móður stað. Vel er hægt að
koma því þannig fyrir, að ekki annist fleiri en
tvær fóstrur sama barnið. Mörg börn þola það,
ef dvölin er ekki mjög löng. Þar sem sjáanlegt
er að andlegri heilsu barnsins hrakar eða því
fer óeðlilega Htið fram — og það leynir sér
vitaskuld ekki — er ekki annað til ráða en að sú
óstra, er annast barnið mest, taki það alveg að
sér meðan það er að ná sér. Þarf þá fóstran
að búa á barnaiheimilinu og sjá um barnið
dag og nótt eins og góð móðir myndi gera.
Áðan gat ég þess, að nauðsynlegt væri að
hafa dvöl barnsins á barnaheimilinu eins stutta
og mögulegt er. Fari barnið á vistheimili strax
eftir fæðingu, er þó tiltölulega lítil hætta á
ferðum, þó að barnið dveljist þar til 5—6
mánaða aldurs, sé heimilið rekið samkvæmt
framangreindum meginreglum. En úr því eykst
hættan hröðum skrefum. Þess vegna þarf að
leggja allt kapp á að sjá barninu fyrir liæfi-
legum varanlegum dvalarstað, áður en það er
hálfs árs gamalt. Fyrir þann tíma þarf að
ganga frá fóstri allra þeirra barna, sem ekki
eiga afturkvæmt til móður sinnar, enda á það
yfirleitt að vera hægt, nema alveg sérstakar
og óvenjulegar aðstæður komi til. Ætli móð-
irin sjálf að annast barnið, þarf að leggja
mi'kla á'herzlu á að hún geti tekið það fyrir
hálfs árs aldur — og oft mun hún þarfnast
aðstoðar við að búa sér og barni sínu heim-
ili. Dragist þetla lengur, er óhjákvæmilegt að
móðirin auki verulega afskipti sín af barninu,
unz hún fær það með öllu.
Sérstaka varúð þarf að viðhafa, þegar um
vistun 6—18 mánaða barna ræðir. Þar má
aldrei nota barnaheimilið, nema sem algjört
neyðarúrræði, þegar engir möguleikar eru á
einkafóstri, sem hæfir. Reynist hins vegar ó-
umflýjanlegt að leita á náðir barnaheimilis
má dvöl barnsins helzt ekki fara fram úr tveim-
ur mánuðum. Þeim börnum þarf þar að auki
einatt að sinna sérstaklega í samræmi við það,
sem að ofan greinir.
Eftir því sem nú hefur verið sagt, ætti að
liggja ljóst fyrir, að barnaheimili fyrir ung-
börn, sem rekið er með sjúkrahúsfyrirkomu-
lagi, þar sem þorri starfsfólks er lítt eða ekki
þjálfaður, þar sem vaktaskiptakerfinu er beitt,
þar sem afskipti mæðranna af börnunum eru
lítil og lítið eða ekkert reynt til að auka þau,
þar sem dvöl barnanna, inargra hverra er of
löng, — heimili, sem þannig starfar hefur ekki
tekið tillit til þeirra endurbóta, sem nú þykja
sjálfsagðar og nauðsynlegar og er því engin
von til annars en mörg börn, er þar dveljast
hljóti veruleg og varanleg andleg mein.
44