Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 2
HVER BER ÁRYRGÐINA?
HVAÐ
ER
ROTIÐ?
Það hefur ekki verið hallæri frá náttúrunn-
ar höndum né kreppa í viðskiptaveröldinni
fyrir ísland undanfarin sjö ár. Þvert á móti.
Láfið hefur leikið í lyndi við þjóðina. Nátt-
úran verið gjöful. Tækni'bylting í sjávarútveg-
inum tvöfaldað heildaraflann. Verðhækkanir
verið ár frá ári á erlendum mörkuðum. Og
þrátt fyrir nokkurt verðfall nú, er verðlag þó
hærra en 1962 á flestum mörkuðum.
Þjóðarframleiðslan hefur aukist ár frá ári.
A verðlagi ársins 1965 var hún samanlagt á
á árunum 1959—65, að báðum meðtöldum,
130 milljarðar ísl. króna. Á árinu 1966 mun
hún á þess árs verðlagi vera um 24 milljarðar
Í24.000 milljónir kr.), en gizkað á að þjóðar-
framleiðslan verði 1967 um 26 milljarðar kr.,
það samsvarar um 137 þús. kr. á hvert manns-
barn (miðað við 190 þús. íbúa) eða um 550
þús. kr. að meðaltali á 4 manna fjölskyldu.
Og þegar þjóðarframleiðslan er svona stór-
kostleg, ])á eru árslaun Dagsbrúnarverkamanns
fyrir 44 stunda vinnuviku um það bil 114
þús. kr.
Og þetta þykir stjórnarvöldunum svo hátt,
2
að þau biðja verkalýðshreyfinguna að hækka
helzt ekki kaupið, svo efnahagslífið hrynji
ekki til grunna!
Sú stétt og þeir fulltrúar hennar, sem stjórn-
að hafa landinu þennan tíma og því borið á-
byrgð á því hvernig þetta eindæma góðæri
hagnýttist þjóðarheildinni, hafa m. a. látið
eftirfarandi atburði gerast, sem táknrænir eru
fyrir stjórnarfarið:
Bílaeign landsmanna hefur tvöfaldast á þess-
um árum. Á árinu 1966 eru fluttir inn yfir
5000 bílar. Þeir kosta þjóðina með tollum og
álagningu um 1000 milljónir króna (um einn
milljarð).
Utlend lán eru tekin til að leggja vegi, til
þess að hlífa bröskurunum við skattlagningu.
En auðvitað ekkert hlutfall milli vegabóta og
bílainnflutnings.
Á sama tíma fækkar togurum úr 53, sem
þeir voru 1959, niður í 16 eða í liæsta lagi 22,
sem telja má starfandi 1967. — Heim’skreppan
fækkaði togurunum úr 47 árið 1928 niður í
37 árið 1935. Heimsstríðið kom þeim niður í
28 á árinu 1945, og það voru orðnir gamlir
ryðkláfar. Stjórn viðreisnarinnar var stórvirk-
ari í að granda togaraflotanum en vágestir
þessir báðir.
Fjárfestingin er á þessu skeiði milli 25 og
30% af þjóðarframleiðslunni árlega eða um
40 milljarðar króna á átta ára tímabili! En
hún er óskipulögð, vanhugsuð og meira eða
I