Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 54

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 54
RITSJÁ John Gollon: The Cose for Social- ism in the Sixties. London 1966. Þessi bók eftir aðalritara brezka commúnistaflokksins, John Gollan, um „rök fyrir sósíalisma á sjöunda tug aldarinnar," bregður skæru Ijósi yfir ]jaff ástand, er ríkir í Bretlandi, auk þess er hún ræðir stefnu brezkrar verkalýðshreyfingar. Sjöundi hluti brezku þjóðarinnar — hinir fátæku og fátækustu, — 7.5 milljónir manna, þar af 2.25 milljónir börn, búa við fátækt. „Á fjórða áratugi aldarinnar var at- vinnuleysi aðalorsök fátæktar. Nú er það elli og lág laun.“ Brezkum verkalýð gengur seint að jafna kjörin. „Árið 1947 voru verka- laun og embættislaun 59% af þjóð- arframleiðslunni. Á árinu 1964, eftir 17 ára fulla atvinnu og sífellda bar- áttu, er hlutfallið aðeins 61%, — það eru litlar framfarir." Höfundur minnir í þessu sam- bandi ó sögu úr „Lísu í Undra- landi." Alisa spyr stúlkuna, sem með henni er, af hverju hún kom- ist ekkert úfram, þó hún hlaupi eins og fætur toga. Hún svarar: „Hér verður maður að hlaupa eins og fætur toga, til þcss að standa í stað." — Það minnir óneitanlega ú kapphlaupið við verðbóiguna hér heima, þó grundvöllurinn snúist hraðar hér en þar. Tveir fimmtu lilutar allrar einka- eignar í Bretlandi er í höndum 1% af þjóðinni (fullorðinni). Fjórir fimmtu hlutar einkaeignarinnar eru í höndum 10% þjóðarinnar. Og fjórir fimmtu hlutar allrar hluta- fjáreignar tilheyra 1% af þjóðinni. — Það er langt eftir til jafnréttis i Englandi. Gollan rekur vel áhrif þau, sem sjálfvirknin mun hafa. „í sambandi við hina nýju tæknibyltingu, verða allar uppfinningar hingað til barna- leikur. Sjálfvirknin getur tí- til tví- tugfaldað framleiðslugetuna .... Það er hægt að tvöfalda framleiðslu- getu hvers manns á áratug, fjór- falda á 20 -árum .... 16-falda á 40 árum o. s. frv.“ Hin vísindalega tœknibylting skapar forsendur til útrýmingar fá- tæktar hjá gervöllu mannkyni á skömmum tíma. En innan auðvalds- skipulagsins leiðir tæknibyltingin til samsöfnunar þessa óhemju auðs í greipum nokkurra einokunarhringa og villimennska þeirra, skefjalaus valda- og auðsöfnunargirnd, leiðir hættu kjarnorkueyðileggingar yfir heiminn. Þetta er bók, sem allir sósíalistar, er ensku geta lesið, ættu að kynna sér. Hún bendir á þá leið, sem ensk verkalýðshreyfing verður að fara, ef hún ætlar sér að skapa jöfnuð og tæknilegar framfarir fyrir alla þjóð- ina í landi sínu. Abram Fischcr, Q. C.: „What I did was right." Maybuye Publi- cations. London. Þetta er ræða Abram Fischers, hæstaréttarlögmanns og forustu- manns í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði í Suður-Afríku, sú, er hann hélt fyrir hæstarétti í Pretoríu í Suður-Afríku 28. marz 1966. Rétt- ur hefur áður sagt ýtarlega frá ræðu þessari í 3. hefti 1966, en hér gefst þeim, sem vilja kynna sér þessa stór- fenglegu ræðu, og geta notið henn- ar á ensku, að afla sér hennar. Ilún hefur vakið heimsathygli fyrir snilld sína, eins og Abram Fischer vakti samúð um víða veröld fyrir alla sína framkomu. Síðan Georgi Dimi- troff stóð fyrir rétti nazista í Leip- zig 1933 hefur engin pólitísk varn- arræða vakið slíka heimsathygli. ABRAM FISCHER Abram Fischer situr nú í lífstíð- arfangelsi, dæmdur fyrir skoðanir sínar og frelsisbaráttu. Fjöldi sam- taka um víða veröld og þúsundir málsmetandi borgaralegra mennta- manna hafa mótmælt hinum sví- virðilega dómi. Hugrekki og mál- snilld Abram Fischer heillaði menn, sem ekki eru staurblindir af póli- tísku ofstæki. Ilann kom fram sem kommúnisti, ábyrgur fyrir heiðri og framtíð þjóðarinnar. Það er sami betjuskapurinn og einkennir hina djörfu spönsku kommúnista, er dæmdir voru um líkt leyti, svo sem 29 ára gamli vélvirkinn Manucl Sor- iano, dæmdur fyrir að endurreisa deild úr hinum bannaða kommún- istaflokki Spánar. Ásmundur Sigurjónsson reit um þessa tvo menn og fleiri í forustu- grein um erlend mál í Þjóðviljann 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.