Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 50

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 50
ERLEND VÍÐSJÁ FJÖLDAMORÐ í KYRRÞEY „The Silent Slaughter. The role of the United States in the Indonesian massacre.“ Utg. Youth Against War and Fascism. 34 síffur, 45 cent. 58 West 25 Street New York. N. Y. 10010. Samkvæmt upplýsingum Time í London, er tala þeirra sem látið hafa lífið vegna of- sókna herforingjastjórnarinnar í Indonesíu frá október 1965 til fébrúar 1966 um ein milljón. Bandarískur prófessor við Cornell háskólann, sem er sérfræðingur í málefnum Indonesiu, hefur komist að sömu niðurstöðu. A fjórum mánuðum hefur ein milljón manna verið drepnir en það er fimmfalt fleira en tala fallinna í Vietnam síðustu 12 ár. Hefur nokkurt fylgisblað Atlantshafsbanda- lagsríkjanna birt greinar, sem lýst hafa sam- úð með þessum fórnardýrum? Hefur nokkur séð myndir af þessum fjöldamorðum? Þetta eru mestu fjöldamorð, síðan þriðja ríki Hitl- ers féll. Lætur enginn NATO-sinni sig þetta skipta af því að kommúnistar verða fyrir barð- inu á þessum ofsóknum? „Tilraun kommúnista til stjórnbyltingar“ er hin opinbera skýring á atburðunum í Indo- nesiu 30. sept. og 1. okt. 1965. Erfitt er að afla sér öruggra heimilda um það sem skeði þessa dagana — en heilbrigð skynsemi veldur því að maður efast um sannleika skýringar 50 herforingjanna. Kommúnistaflokkur Indonesiu var stærsti kommúnistaflokkur utan sósíal- isku ríkjanna. Félagatal taldi 3 milljónir með- lima, en fylgjendur flokksins munu hafa ver- ið um 15—20 milljónir manna. Er ekki ólík- legt að élí’kur fjöldaflokkur reyni að ná völd- um án þess að fréttist um eina einustu fjölda- göngu eða verkföll? Auk þess er ekki kunn- ugt um nokkurt ávarp leiðtoga til flokksins um að berjast. Og þegar fjöldamorðin hóf- ust, heyrðist ekkert frá leiðtogum flokksins. James Reston skrifaði 19. júní 1966 í New York Times: „Efast má um hvort nokkurn tíma hefði verið reynt valdarán, ef ekki hefði komið til leynileg aðstoð frá Bandaríkjun- um!!!“ New York Times birti yfirlit yfir starfsemi SUKARNO, FYRRV. FORSETI INDONESIU, OG SUHARTO HERSHÖFÐINGI RÆÐAST VIÐ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.