Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 33

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 33
hægt að tala um að verja landssvæði í Suð- austur-Asíu „á ódýrasta hátt.“ í upphafi vörðu Frakkar þessi landssvæði, en Bandaríkjastjórn greiddi megnið af kostn- aðinum. Er Frakkar gáfust upp 1954, tóku Bandaríkjamenn að efla her leppstjórnarinn- ar í Saigon. Það er ekki fyrr en 1964, að bandarískir hermenn laka opinherlega þátt í orustum í Vietnam. Frá árslokum 1960 til ársloka 1964 var, samkvæmt upplýsingum Washington Post, tala bandarískra „hernaðarráðunauta“ í Suður- Vietnam: Árslok 1960 785 hernaðarráðunautar — 1961 . .. . 2.000 — — 1962 .... 11.000 — — 1963 . ... 15.500 — 1. sept.1964 .... 18.000 — Árslok 1964 .... 23.000 — Á forsetatíð Kennedys eykst íhlutun Banda- ríkjastjórnar og leyniþjónustu hennar, CIA, í málefnum Vietnam. Þó kastar fyrst tólfunum, er Lyndon B. Joíhnson tekur við stjórnartaum- unum, eftir morðið á Kennedy. Á varðbergi gegn þ j óðf élagsbyltin gum Á síðustu tuttugu árum hafa Bandaríkin og bandamenn þeirra hervæðst og byggt upp „varnarmúr“ gegn baráttu undirokaðra fyrir þjóðfélagsréttlæti og þjóðfrelsi. í upphafi kalda stríðsins beindist athygli þeirra að Vest- ur-Evrópu, i dag óttast þeir þjóðfélagsbylt- ingar þriðja heimsins. Hvers vegna Bandaríkin leggja svo mikla áherzlu á stríðið í Vietnam, kemur skýrt í ljós í umsögn New York Times 29. marz 1965: Þar var rætt um eftirfarandi álit Giap hers- höfðingja Norður-Vietnam: „Suður-Vielnam er einkennandi fyrir þjóð- jrelsisbaráttu okkar tíma .... fíandarískir heimsvaldasinnar gera þar tilraunir með sér- staka hernaðaraðferð gegn þjóðfrelsishreyf- ingum. Ef okkur tekst að sigrast á henni þar, geta þjóðfrelsisfylkingar sigrað, hvar sem er í heiminum.“ James Reston segir um þetta í „New York Times“: „Johnson og stjórn hans virðast vera sömu skoðunar. Alit þeirra er, að kommúnistar geri sérstakar tilraunir með hernaðaraðferð, sem fíandaríkjaher verði að sigrast á í Vietnam, ef Bandaríkin eigi ekki að lenda í því sama annars staðar í þriðja heiminum.“ 3. marz 1965 segir „New York Times“ einn- ig: „Kjarni Vietnamvandamálsins er ekki í Vietnam. Höfuðatriðið er. Hvernig er hœgt að brjóta á bak aftur hernaðarferð byltingar- ?(( Það eru því eíkki aðeins auðæfi Suðaustur- Asíu, sem Bandaríkin álíta sig vera að verja í Vietnam. Bandaríkin ráða yfir 60% nátt- úruauðlinda heims og hagnýta þær í eigin þágu. Því er það svo mikilvægt fyrir Banda- ríkin að hindra þjóðfélagsbyltingar, sem ógna hagsmunum þeirra í heimsálfu, þar sem % hlutar íbúa mannkyns búa við fátækt og hung- ur. Loftárásir á Nor ður-Vietnam Fyrir rúmum tveim árum, eða nánar til tekið 7. febr. 1965, hóf bandaríski flugberinn loftárásir á Norður-Vietnam. Daglega í tvö ár hafa bandarískar flugvélar gert árásir á skotmörk í Norður-Vietnam, allt upp í 136 árásarferðir á dag. Á þessum tveim árum hef- ur 900.000 tonnum af sprengjum verið varp- að yfir Vietnam, yfir land, sem er aðeins þre- falt stærra en ísland, en telur 32 milljónir íbúa. í árslok 1964 voru 23.000 bandarískir ,,bernaðarráðunautar“ í landinu, í dag eru um 470.000 bandarískir bermenn í Vietnam. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.