Réttur


Réttur - 01.01.1967, Side 33

Réttur - 01.01.1967, Side 33
hægt að tala um að verja landssvæði í Suð- austur-Asíu „á ódýrasta hátt.“ í upphafi vörðu Frakkar þessi landssvæði, en Bandaríkjastjórn greiddi megnið af kostn- aðinum. Er Frakkar gáfust upp 1954, tóku Bandaríkjamenn að efla her leppstjórnarinn- ar í Saigon. Það er ekki fyrr en 1964, að bandarískir hermenn laka opinherlega þátt í orustum í Vietnam. Frá árslokum 1960 til ársloka 1964 var, samkvæmt upplýsingum Washington Post, tala bandarískra „hernaðarráðunauta“ í Suður- Vietnam: Árslok 1960 785 hernaðarráðunautar — 1961 . .. . 2.000 — — 1962 .... 11.000 — — 1963 . ... 15.500 — 1. sept.1964 .... 18.000 — Árslok 1964 .... 23.000 — Á forsetatíð Kennedys eykst íhlutun Banda- ríkjastjórnar og leyniþjónustu hennar, CIA, í málefnum Vietnam. Þó kastar fyrst tólfunum, er Lyndon B. Joíhnson tekur við stjórnartaum- unum, eftir morðið á Kennedy. Á varðbergi gegn þ j óðf élagsbyltin gum Á síðustu tuttugu árum hafa Bandaríkin og bandamenn þeirra hervæðst og byggt upp „varnarmúr“ gegn baráttu undirokaðra fyrir þjóðfélagsréttlæti og þjóðfrelsi. í upphafi kalda stríðsins beindist athygli þeirra að Vest- ur-Evrópu, i dag óttast þeir þjóðfélagsbylt- ingar þriðja heimsins. Hvers vegna Bandaríkin leggja svo mikla áherzlu á stríðið í Vietnam, kemur skýrt í ljós í umsögn New York Times 29. marz 1965: Þar var rætt um eftirfarandi álit Giap hers- höfðingja Norður-Vietnam: „Suður-Vielnam er einkennandi fyrir þjóð- jrelsisbaráttu okkar tíma .... fíandarískir heimsvaldasinnar gera þar tilraunir með sér- staka hernaðaraðferð gegn þjóðfrelsishreyf- ingum. Ef okkur tekst að sigrast á henni þar, geta þjóðfrelsisfylkingar sigrað, hvar sem er í heiminum.“ James Reston segir um þetta í „New York Times“: „Johnson og stjórn hans virðast vera sömu skoðunar. Alit þeirra er, að kommúnistar geri sérstakar tilraunir með hernaðaraðferð, sem fíandaríkjaher verði að sigrast á í Vietnam, ef Bandaríkin eigi ekki að lenda í því sama annars staðar í þriðja heiminum.“ 3. marz 1965 segir „New York Times“ einn- ig: „Kjarni Vietnamvandamálsins er ekki í Vietnam. Höfuðatriðið er. Hvernig er hœgt að brjóta á bak aftur hernaðarferð byltingar- ?(( Það eru því eíkki aðeins auðæfi Suðaustur- Asíu, sem Bandaríkin álíta sig vera að verja í Vietnam. Bandaríkin ráða yfir 60% nátt- úruauðlinda heims og hagnýta þær í eigin þágu. Því er það svo mikilvægt fyrir Banda- ríkin að hindra þjóðfélagsbyltingar, sem ógna hagsmunum þeirra í heimsálfu, þar sem % hlutar íbúa mannkyns búa við fátækt og hung- ur. Loftárásir á Nor ður-Vietnam Fyrir rúmum tveim árum, eða nánar til tekið 7. febr. 1965, hóf bandaríski flugberinn loftárásir á Norður-Vietnam. Daglega í tvö ár hafa bandarískar flugvélar gert árásir á skotmörk í Norður-Vietnam, allt upp í 136 árásarferðir á dag. Á þessum tveim árum hef- ur 900.000 tonnum af sprengjum verið varp- að yfir Vietnam, yfir land, sem er aðeins þre- falt stærra en ísland, en telur 32 milljónir íbúa. í árslok 1964 voru 23.000 bandarískir ,,bernaðarráðunautar“ í landinu, í dag eru um 470.000 bandarískir bermenn í Vietnam. 33

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.