Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 25
jöfnu, til verklegra framkvæmda. Þannig hef-
ur ríkisstjórnin fengið samþykkt á tveim síð-
ustu þingum 10% niðurskurð á fjárveiting-
um til verklegra framkvæmda, miðað við hið
upphaflega fjárlagafrumvarp. Þessi niður-
skurður hefur þýtt: færri skólastofur, færri
sjúkrarúm, lélegri vegi eða í stuttu máli sagt:
lilfinnanlegan samdrátt í opinberum fram-
kvæmdum.
Þar við bætist að eðli þarfanna í borgar-
þjóðfélagi okkar hefur breytzt í þá veru sem
áður er vikið að: ýmsum frumþörfum verður
ekki fullnægt nema með félagslegu átaki. Svo
er t. d. um gæzlu barna í Reykjavík og öðrmn
stærstu kaupstöðum landsins. Rorgarumhverf-
ið kallar á sérstök dagheimili til þess að ann-
ast barnagæzluna meðan foreldrarnir eru við
vinnu á daginn; það kallar ennfremur á ein-
setna skóla er geti veitt börnum og ungling-
um aðstöðu til að stunda allt sitt nám innan
veggja þeirra, undir handleiðslu kennara, í
stað þess að því er enn velt að verulegu leyti
yfir á heimilin (heimanám, fyrirsetning und-
ir næsta dag). Það gerir ennfremur þá kröfu
til hvers bæjarfélags að það skipuleggi fyrir-
fram ný hyggðahverfi, með malbikuðum göt-
um, leikvöllum, dagheimilum og skólahúsnæði
áður en viðkomandi hverfi byggist verulega;
og svo mætti lengi telja.
EYMD HINS OPINBERA
Með hliðsjón af þessum kröfum sem sam-
svara brýnustu þröfum hvers bæjarbúa, má
marka hve því fer víðsfjarri að núverandi rík-
isstjórn og borgarstjórn Sjálfstæðisflokksins
i Reykjavik hafi sinnt sómasamlega þörfum
nútíma borgarþjóðfélags. Þessi stjórnarvöld
hafa á skipulegan hátt girt fyrir félagslega
lausn á húsnæðismálum borgafbúa og slaðið
sem klettur gegn tillögum Alþýðubandalags-
ins í borgarstjórn um að bæjarfélagið beiti sér
fyrir byggingu leigu'húsnæðis handa þeim sem
það kjósa eða hafa enga fjárdagslega mögu-
leika á að eignast sitt eigið húsnæði. Allar
þær þúsundir manna er stofnað hafa heimili
á síðustu árum hafa ekki átt annars kost en
ofurselja sig einkabraskinu, — annað hvort
með því að kaupa fullgert húsnæði af bygg-
ingarbröskurum eða búa í lengri eða skemmri
tíma við þá okurleigu sem viðgengst á öllu
leiguhúsnæði einkaaðila, — ellegar ráðast í
að reisa sér þak yfir höfuðið upp á eigin spýt-
ur og veðsetja þar með líf sitt til margra ára.
Meðan núverandi stefna ræður ríkjum á unga
kynslóðin á íslandi bókstaflega engra kosta
völ: henni er þröngvað til þess að leysa hús-
næðisvandamálið með einkaframtaki sínu og
— það sem meira er — að afneita menningar-
legri tilveru sinni um árabil vegna þess að
stjórnarvöldin gera henni skylt að greiða hin
lágu lán (sem vísitölubindingin margfaldar)
upp á þriðjungi meðal mannsævi. Að þeim
tíma liðnum er fjölskyldan að vísu orðin hús-
eigandi, en hún hefur um leið afvanizt öllu
félags- og menningarlífi vegna vinnuþrældóms
sem eignin hefur kostað hana. Líf hennar er
orðið því snauðara að innihaldi sem það er
auðugra að veraldargæðum.
En þar með er saga húsnæðisánauðarinnar
ekki nema hálfsögð, þvi að hin nýju byggða-
'hveífi sem einkaframtakið fær úthlutað skort-
ir allan almenningsútbúnað sem þarf til þess
að það geti kallazt byggilegt siðuðum mönn-
um. Húseignin stendur árum saman mitt í
gjörspilltu umhverfi, milli fjallhárra uppmokst-
urshauga, við gangstéttarlausar götur sem eru
ekki malbikaðar fyrr en að áratug eða jafn-
vel áratugum liðnum. Spyrjum enn síður um
almenningsgarð hverfisins og íþróttavöll: þeir
líta venjulega ekki dagsins ljós fyrr en börn-
in eru á bak og burl og hafa komið sér fyrir
ásamt afkvæmum sínum í nýju hverfi, er hýð-
ur upp á ámóta lífsskilyrði.
Svipuðu máli gegnir um skólahúsnæðið í
hinum nýju hverfum; það er ekki einungis ó-
fullnægjandi að því er varðar fjölda kennslu-
stofa, eins og tvísetningin vitnar gerst um,
heldur liða yfirleitt ár og dagar áður en þar
25