Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 28
sig bróðurpartinum af tekjum almennings,
meðan hinum sameiginlegu þörfum er haldið
niðri á hungurstigi.
Krafan um að félagslegir aðilar — ríki,
bæjar- og samvinnufélög — taki að sér að
sinna þeim þörfum sem verða ekki leystar svo
vel sé nema með félagslegu átaki er jafnframt
krafa um hagkvæmari verkaskiptingu í þjóð-
félaginu: að hver og einn þurfi ekki að bjástra
við það árum saman að koma sér upp þaki
yfir höfuðið; að móðir með eitt barn sé ekki
bundin yfir því allan daginn o. s. frv. Engum
dettur í hug að gagnger breyting geti orðið á
samfélagslegri þjónustu þessara aðila nema
tekjulindir þeirra aukizt að sama skapi. Það
þýðir í reynd að rikið þarf að taka í sínar
hendur verulegan hluta af innflutningsverzl-
uninni og bæjar- og samvinnufélög þurfa að
stórauka hlutdeild sína í rekstri atvinnulífsins.
Aukin samneyzla þýðir ennfremur að þvi
stærri hluti af tekjum manna renni til ríkis
og bæjarfélags í formi skatta og útsvara sem
bætt og aukin þjónustustarfsemi þessara aðila
leysir einkaneyzluna og einkabraskið af hólmi
á fleiri sviðum. Afstaða almennings til greiðslu
opinberra gjalda hlýtur þá að breytast frá því
sem nú er, vegna þess að flestir munu fljótlega
sannfærast um kosti hins félagslega framtaks,
sé því stýrt af aðilum sem 'hlúa að því í stað
þess að fjandskapast við það eins og íslenzkir
ráðamenn hafa undantekningarlítið gert hing-
að til. Afstaða manna mun breytast því fyrr
sem betur tekst að tryggja — með raunveru-
legu skattaeftirliti — réttlátt skattakerfi er
miðar að ósvikinni tekjujöfnun þegnanna.
Af framansögðu má draga þá ályktun að
baráttan fyrir fullnægingu hinna sameiginlegu
þarfa ætti að vera kjarninn í íslenzkum stjórn-
málum um þessar mundir. Þessi barátta varð-
ar lífohamingju hvers einstaklings í landinu.
Nú þegar í hönd fara vikur vísvitaðra kosn-
ingalyga og upphrópana verða íslenzkir launa-
menn að gera sér grein fyrir því að þeir eiga
aðeins um tvo kosti að velja: annað hvort að
sökkva dýpra niður í fen einkaneyzlu, vinnu-
þrældóms og menningarleysis sem umboðs-
stjórn verzlunarauðvaldsins — viðreisnar-
stjórnin -— býður upp á, eða hafna þessu til-
boði einkabraskaranna í krafti félagsvitundar
sinnar og leggja lið þeim stjórnmálaöflum sem
berjast fyrir félagslegri, sósíalískri lausn á
þeim vandamálum sem íslenzk borgarmenning
og íslenzkur kapitalismi neyðir þá til að glíma
daglega við.
28