Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 4
til að tryggja afkomu alþýðuheimilanna:
kauphækkana, sem ekki lenda í verðlaginu,
— hækkun og lenging lána, — lækkun vaxta
o. s. frv.
En hver verða úrræði valdastéttarinnar, ef
hún fær sínu framgengt?
Gengislækkun — eins og 1960 og 1961. Fyr-
ir fésýslumennina jafngildir góð gengislækk-
un á eftir hraðri verðbólgu vel heppnuðu inn-
broti í banka ríkisins og sparifj árgeymslur
almennings. Síðan 1961 er búið að lækka
skuldir braskaranna um helming að verðgildi,
m. ö. o. stela helmingnum af sparifé því, er
þá var til, og af eignum ríkisbankanna. Verð-
bólgan er þjófalykill fésýsluvaldsins. Sjálf-
stæðisflokkurinn er höfuðlyklahaldari þess —
og vinnur því vel.
Jafnhliða gengislækkun mun þetta aftur-
hald hyggja á ný þrælalög gegn verkalýð og
starfsfólki, til að stöðva kauphækkanir þess.
Tækifæri til slíks er strax eftir kosningar, ef
þjófalyklamenn komast sæmilega gegnum þær.
Eftir kosningarnar 1963 átti að gera slíkt.
Þá var þrælafrumvarpið stöðvað við síðustu
umræðu í síðari deild fyrir samstarf og sætt
Ólafs Thors og Eðvarðs Sigurðssonar. Nú nýt-
ur Ólafs ekki lengur við.
Nú er alþýðu bezt að búast einvörðungu
við þeim þjösnaskap og tillitsleysi úr valda-
stóli, sem henni og tillögum hennar hefur ver-
ið sýnt undanfarið, — nema hún stórsigri.
HVER
STJÓRNAR?
Hverjir bera ábyrgðina á þessari stjórnar-
stefnu og í hverra þágu stjórna þeir þjóðfé-
laginu á þennan hátt?
Albyrgðina bera helztu forustumenn Sjálf-
stæðisflokksins og samherjar þeirra í höfuð-
stöðvum efnahagslífsins. Auðvitað eru foringj-
ar Alþýðuflokksins samábyrgir um þessa
stefnu, en rétt er frá upphafi að gera sér ljóst,
að þeir hafa fylgt henni, en ekki markað hana
og ráðið henni.
Þessi stjórnarstefna „hins frjálsa viðskipta-
lífs“ er framkvæmd í barnslegri (?) trú á að
efnalhagslíf stjórni sér bezt sjálft, að fjármagn-
ið og lögmál þess leiði þjóðina til velfarnaðar,
— ef maður vill ætla frumherjum þessarar
stjórnarstefnu allt hið bezta og telja þá alveg
blinda fyrir öllu því, sem slík stefna áður hef-
ur leitt yfirísland: Kreppur, atvinnuleysi o.
s. frv.
Þar sem afleiðing þessarar stefnu verður að
lokum efnahagslegt hrun íslenzks atvinnulífs
og stórfelld fjátfesting erlends auðvaids á ís-
landi, hlýtur sú spurning að vakna, hvort
þessir valdamenn stefni að þessu sem afleið-
ingu. Greinilegt er, að ýmsir þeirra gera það.
Morgunlblaðsliðið vinnur t. d. opinskátl að
slíkum áhrifum erlends auðmagns á íslandi.
Stór hluti fésýslumanna vill fyrst og fremst
vera umboðsaðili fyrir erlend auðfélög. Það
verður að álykta, að það séu fyrst og fremsl
fésýslumennirnir (í mótsetningu við hina eig-
inlegu atvinnurekendur í sjávarútvegi og iðn-
aði), sem ráða stefnunni: heildsalavaldið, um-
boðs- og samstarfsmenn erlends auðvalds og
aðilar í alls konar fésýslu í yfirbyggingu at-
vinnulífsins.
Hinir eiginlegu atvinnurekendur í sjávar-
útvegi og iðnaði eru ýmist flæktir í hugmynda-
kerfi fésýsluvaldsins eða hafa ekki haft mann-
dóm hingað til til þess að rísa upp til barátlu
gegn rangri stefnu þess. (Sölumiðstöð hrað-
frystiihúsanna lætur flækja sér út í fjárfest-
ingu í „umbúðaverksmiðjunni“ út frá hug-
myndum „frjálsrar samkeppni,“ þegar auð-
velt var að leysa málið skynsamlega frá þjóð-
hagslegu sjónarmiði, — og hins vegar láta for-
ustumennirnir þar sitja við vesöl mótmæli sín,
þegar eyðilagðir eru markaðir fyrir frosna síld
með afnámi vöruskiptasainninga við Pólland
og Tékkóslóvakíu.)
Það er því valdakerfi lítils hóps fésýslu-
manna, sem ræður ríkisvaldinu, stjórnarstefn-
4