Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 14
tnjög stórfelldan hátt með því að heimila al-
þjóðlegum auðhring að koma hér upp iðn-
fyrirtæki sem bera mun ægishjálm yfir allar
atfhafnir landsmanna. I>ví var haldið fram
þegar þessir samningar voru gerðir að hér
væri um að ræða eina undantekningu og ekk-
ert fordæmi fyrir fleiri samninga af þessu
tagi; þetta erlenda fyrirtæki væri aðeins auka-
geta sem ætti að efla íslenzka atvinnuvegi.
En nú þegar er tekið að kræla á næsta ískyggi-
legum málflutningi í blöðum og á mannfund-
um. Nú er sagt að vandi íslenzkra atvinnuvega
og hrun mikilvægra greina í sjávarútvegi sé
sönnun þess hver framsýni það hafi verið að
semja við auðhringinn. Samkvæmt þeirri
kenningu er hann ekki aukageta og undantekn-
ing, heldur á hann að fylla upp í þau skörð
sem eru að brotna í íslenzka atvinnuvegi; þessi
atvinnurekstur útlendinga á að koma í stað-
inn fyrir athafnir sjálfra okkar. Einn af helztu
sérfræðingum ríkisstjórnarinnar komst meira
að segja svo að orði í ræðu sem hann hélt
’sl. haust um uggvænlegt ástand í atvinnumál-
um og efnahagsmálum, að erlend stóriðja
væri nú helzti vaxtarbroddurinn í framkvæmd-
um hérlendis — þar væri semsé framtíðin.
Festi sá hugsunarbáttur rætur, að einu gildi
þótt íslenzkum atvinnurekstri hraki ef erlent
framtak fyllir upp í eyðurnar, ætti varla að
þurfa að færa rök að því hvernig komið er
draumsýn íslendinga um sjálfstætt þjóðríki.
Eg þekki engin dæmi þess í veröldinni að
þjóð sé talin sjálfstæð, hvorki i orði né á
borði, ef atvinnuvegir hennar eru að verulegu
leyti í höndum útlendinga. Slíkar þjóðir eru
nýlendur eða hálfnýlendur.
Eg skal ekki ræða hér sérstaklega um alúmín-
samningana; þeir hafa verið ræddir mjög
ýtarlega síðustu tvö árin og senn kemur að
dómi reynslunnar; aðeins vildi ég víkja að
einu atriði sem sérstaklega snertir það við-
fangsefni sem ég hef kosið að spjalla um.
Raforkan er ein sú auðlind sem land okkar
býður upp á og við höfum enn sem komið er
aðeins hagnýtt að óverulegu leyti. Alúmín-
hringurinn er hingað kominn til þess að kaupa
af okkur raforku; við höfum lofazt til að selja
'honum raforku á langlægsta verði sem um
ræðir í Evrópu um þessar mundir, verði sem
naumast stendur reikningslega undir tilkostn-
aði okkar. Með alúmínframleiðslu kemur
hringurinn hins vegar raforkunni í fullt verð.
Verðmætisaukinn kemur fram í alúmínverð-
inu og mun nema miljörðum og aftur milj-
örðum króna á samningstímábilinu. En þessi
verðmæti, unnin úr auðlindum okkar, verða
ekki okkar eign; auðhringurinn flytur þau úr
landi brott til þess að koma sér upp eignum
og framleiðslutækjum annarsstaðar. Enda
þótt allir viðskiptasamningar standist sam-
kvæmt útreikningum stjórnarvalda og hring-
urinn reynist eins og bezt verður á kosið, eru
þetta engu að síður óhagkvæm samskipti ef
'lengra er litið, vegna þess að verðmætisaukn-
ingin helzt ekki í landinu og verður ekki til
þess að styrkja efnáhagslegar undirstöður
þjóðfélagsins. Það skilur á milli fullvalda rík-
is og ófullvalda, að hið fyrrnefnda lítur á
það sem meginverkefni sitt að nýta aillar auð-
lindir sínar til þess að efla innlent efna'hags-
kerfi til frambúðar; í hinu síðarnefnda flyzt
verulegur lduti af framleiðsluarðinum úr landi.
Við ætluðum okkur ]>ann hlut, þegar við end-
urheimtum sjálfstæðið, að smíða gæfu okkar
sjálfir og einir, en dyr hafa nú verið opnaðar
erlendum atvinnurekstri á Islandi, athöfnum
sem eiga að tryggja gróða erlendra manna á
íslenzkum auðlindum, og ískyggilegast er að
þar skuli nú talað um vaxtarbrodd efnahags-
lífsins.
ALÞJÓÐASAMSKTPTI
Þegar rætt er um þann vanda og þá vegsemd
að vera Islendingur, þátttakandi í þeisrri
merkilegu tilraun hvort örfámenn þjóð geti
haldið sínu í samskiptum við stórar, auðugar
og voldugar þjóðir, væri hægt að víkja að
14