Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 30

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 30
„Sú staðreynd ætti að vera öllum ljós, að í heimi nútímans getur styrjöld, hvar sem hún er, ekki verið neinum óviðkom- andi, og þá ekki heldur Islendingum.“ Mbl. 3. nóv. 1956. Á þessa augljósu staðreynd benti leiðara- höfundur Morgunblaðsins á tímum uppreisn- arinnar í Ungverjalandi 1956. Á því herrans ári 1966 ber minna á því að Morgunblaðinu sé ljós þessi staðreynd. Gífuryrði um frek- lega íhlutun stórveldis í málefni smáþjóða heyrast ekki í dag, samtímis og mesta her- veldi heims beitir smáþjóð í Suðaustur-Asíu hernaðarofbeldi og fremur mestu stríðsglæpi okkar tíma. Bandaríkin og Vietnam í öldungadeild Bandaríkjaþings lét Wayne Morse, öldungadeildarþingmaður eftirfarandi áfellisdóm falla á stefnu Bandaríkjastjórnar í Vietnam, hinn 5. ágúst 1964: „Það breytir engu, hver fullyrðir að mark- mið okkar sé friður í Vietnam, jafnvel þó for- seti Bandaríkfanna haldi hví fram. Framkoma okkar ber Ijósar vitni en allar fullyrðingar okkar; — framferði okkar hefur í för með sér styrjöld .... allt síðan 1954, þegar Banda- ríkjastjórn neitaði að undirrita Genjarsamn- inginn og hóf í þess stað einhliða liernaðar- aðgerðir í Suður-Vietnam, höfum við ögrað til vopnaðrar baráttu í Suðaustur-Asíu og breytt gagnstœtt skuldbindingum okkar við Sameinuðu þjóðirnar.“ Á meðan á nýlendustríði Frakka í Indo- Kína stóð og Bandaríkjastjórn greiddi 80% af herkostnaði Frakka, sagði Lyndon B. Jdhnson öldungadeildarþingmaður fyrir Tex- as: „Ég mótmœli því að bandarískir hermenn séu sendir til Indo-Kína til að skríða í for og fórna lífi sínu, til að viðhalda nýlendustefn- unni og arðráni hvíta mannsins í Asíu.“ Með Genfarsamningnum 1954 var dregin vopnahléslína á 17. breiddarbaug. Samþykkt rar ókvæði um að frjálsar kosningar færu fram í öllu landinu innan tveggja ára og það síðan sameinað á ný. Auk þess skyldi allt er- lent herlið hverfa á brott úr landinu. Si'ðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. 7. júlí 1954 myndar Ngo Dinh Diem ríkis- stjórn með aðsetur í Saigon. Diem var ka- þólskrar trúar og hafði dvalið í Bandaríkjun- um á árunum 1950—-1953. Naut hann þar stuðnings Spellmans kardinála, sem frægur er sem krossfari kaþólikka gegn heimskomm- únismanum. Mike Mansfield, öldungardeildarþingmað- ur, sagði í skýrslu um ástandið í Vietnam 1955: „A þessum óvissutímum eru hin sundruðu öfl í Vietnam tœplega sammála um annað en að Ngo Dinh Diem verði að víkja úr embœtti.“ En Diemstjórnin álti langan valdatíma fyr- ir höndum í skjóli bandarískra „hernaðar- ráðunauta.“ Diem lýsti því yfir árið 1955, að stjórn sinni kæmi ekki til hugar að framfylgja ákvæðum Genfarsamningsins um frjálsar kosningar 20. júlí 1956 í öllu landinu. Eisen- hower hefur síðar lýst fullvissu sinni um sig- ur Ho Chi Minh í slíkum kosningum og studdi því Diem af einliug og festu, enda hafa frjáls- ar kosningar í landinu öllu ekki farið fram. Á sama tíma veifaði Bandaríkjastjórn kröf- unni um frjálsar kosningar í Þýzkalandi öllu. Fréttaritarar Lundúnablaðanna Times og Economist gáfu eftirfarandi lýsingu á stjórn- arháttum Diem: „Diem hefur sundrað vietnömslcu þjóðinni í stað þess að sameina hana til baráttu gegn erkifjandanum — kommúnistum. Hann hefur brotið niður andstœðinga stjórnarinnar, jafn- vel hina einörðustu andkommúnista. Þannig hefur hann raskað grundvelli sinnar eigin stjórnar. Ilann hefur aðeins haldið velli vegna dollarastyrkja, sem streymdu frá landinu hand- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.