Réttur


Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 30

Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 30
„Sú staðreynd ætti að vera öllum ljós, að í heimi nútímans getur styrjöld, hvar sem hún er, ekki verið neinum óviðkom- andi, og þá ekki heldur Islendingum.“ Mbl. 3. nóv. 1956. Á þessa augljósu staðreynd benti leiðara- höfundur Morgunblaðsins á tímum uppreisn- arinnar í Ungverjalandi 1956. Á því herrans ári 1966 ber minna á því að Morgunblaðinu sé ljós þessi staðreynd. Gífuryrði um frek- lega íhlutun stórveldis í málefni smáþjóða heyrast ekki í dag, samtímis og mesta her- veldi heims beitir smáþjóð í Suðaustur-Asíu hernaðarofbeldi og fremur mestu stríðsglæpi okkar tíma. Bandaríkin og Vietnam í öldungadeild Bandaríkjaþings lét Wayne Morse, öldungadeildarþingmaður eftirfarandi áfellisdóm falla á stefnu Bandaríkjastjórnar í Vietnam, hinn 5. ágúst 1964: „Það breytir engu, hver fullyrðir að mark- mið okkar sé friður í Vietnam, jafnvel þó for- seti Bandaríkfanna haldi hví fram. Framkoma okkar ber Ijósar vitni en allar fullyrðingar okkar; — framferði okkar hefur í för með sér styrjöld .... allt síðan 1954, þegar Banda- ríkjastjórn neitaði að undirrita Genjarsamn- inginn og hóf í þess stað einhliða liernaðar- aðgerðir í Suður-Vietnam, höfum við ögrað til vopnaðrar baráttu í Suðaustur-Asíu og breytt gagnstœtt skuldbindingum okkar við Sameinuðu þjóðirnar.“ Á meðan á nýlendustríði Frakka í Indo- Kína stóð og Bandaríkjastjórn greiddi 80% af herkostnaði Frakka, sagði Lyndon B. Jdhnson öldungadeildarþingmaður fyrir Tex- as: „Ég mótmœli því að bandarískir hermenn séu sendir til Indo-Kína til að skríða í for og fórna lífi sínu, til að viðhalda nýlendustefn- unni og arðráni hvíta mannsins í Asíu.“ Með Genfarsamningnum 1954 var dregin vopnahléslína á 17. breiddarbaug. Samþykkt rar ókvæði um að frjálsar kosningar færu fram í öllu landinu innan tveggja ára og það síðan sameinað á ný. Auk þess skyldi allt er- lent herlið hverfa á brott úr landinu. Si'ðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. 7. júlí 1954 myndar Ngo Dinh Diem ríkis- stjórn með aðsetur í Saigon. Diem var ka- þólskrar trúar og hafði dvalið í Bandaríkjun- um á árunum 1950—-1953. Naut hann þar stuðnings Spellmans kardinála, sem frægur er sem krossfari kaþólikka gegn heimskomm- únismanum. Mike Mansfield, öldungardeildarþingmað- ur, sagði í skýrslu um ástandið í Vietnam 1955: „A þessum óvissutímum eru hin sundruðu öfl í Vietnam tœplega sammála um annað en að Ngo Dinh Diem verði að víkja úr embœtti.“ En Diemstjórnin álti langan valdatíma fyr- ir höndum í skjóli bandarískra „hernaðar- ráðunauta.“ Diem lýsti því yfir árið 1955, að stjórn sinni kæmi ekki til hugar að framfylgja ákvæðum Genfarsamningsins um frjálsar kosningar 20. júlí 1956 í öllu landinu. Eisen- hower hefur síðar lýst fullvissu sinni um sig- ur Ho Chi Minh í slíkum kosningum og studdi því Diem af einliug og festu, enda hafa frjáls- ar kosningar í landinu öllu ekki farið fram. Á sama tíma veifaði Bandaríkjastjórn kröf- unni um frjálsar kosningar í Þýzkalandi öllu. Fréttaritarar Lundúnablaðanna Times og Economist gáfu eftirfarandi lýsingu á stjórn- arháttum Diem: „Diem hefur sundrað vietnömslcu þjóðinni í stað þess að sameina hana til baráttu gegn erkifjandanum — kommúnistum. Hann hefur brotið niður andstœðinga stjórnarinnar, jafn- vel hina einörðustu andkommúnista. Þannig hefur hann raskað grundvelli sinnar eigin stjórnar. Ilann hefur aðeins haldið velli vegna dollarastyrkja, sem streymdu frá landinu hand- 30

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.