Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 24

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 24
fluttar inn um 5000 bifreiðir, og mun ekki fjarri lagi að áætla að í þeim 'hafi verið fjár- festur um 1 milljarður króna eða um þjóð- arteknanna. (Talsverður hluti af þessum bíla- fjölda liggur nú raunar óseldur og óseljan- legur undir skemmdum af völdum íslenzkrar veðráttu í bílakirkjugörðum umhverfis Reykja- vík). Er óþarft að undirstrika hvílíkt glap- ræði það er að fórna uppbyggingu undirstöðu- greina atvinnulífsins á altari einkabíla sem eru í margra höndum hreinn munaður. En bílainn- flutningurinn er aðeins eitt dæmi um hina al- mennu tilhneigingu viðreisnarstjórnarinnar til að hlaða undir óhóflega einkaneyzlu og af- ætur viðskiptalífsins. Þróun starfsskiptingar gefur einnig nokkra hugmynd um ofvöxt viðskiptalífsins á um- ræddu tímabili. Arin 1960—65 tóku viðskipt- in til sín 40% allrar vinnuaflsaukningar at- vinnulífsins í stað 27% á áratugnum á und- an.* * Þannig hefur viðskiptalífið sogað til sín nálega 4 af hverjum 10 mönnum sem bætzt hafa við á vinnumarkaðnum á umræddu tíma- bili. SAMDRÁTTUR VERKLEGRA FRAMKVÆMDA Samtímis því sem viðreisnarstjórnin hefur gefið heildsölum og hvers kyns spákaupmönn- um grænt Ijós til að færa út kvíarnar, hefur hún haldið opinberum framkvæmdum og þjón- ustustarfsemi í stöðugri fjáíþröng. Ekki svo að skilja að ríkisstjórnin hafi dregið úr skatt- heimtunni: hún hefur þvert á móti hert á henni í fullu samræmi við dýrtíðaraukning- una. En hún hefur gert skattakerfið miklum mun ranglátara með því að auka stórlega hlut- fall óbeinna skatta (sbr. söluskattinn) á kostn- * Núv. viSskiptamálaráðh. birti þessar tölur í á- varpi, sem hann flutti á fundi kaupmannasamtakanna í maí 1965. að nefskatta (tekju- og eignaskatts) ;* hún hefur ennfremur staðið gegn því að komið væri á raurihæfu skattaeftirliti; og hún hefur hunzað nálega allar breytingartillögur stjórn- arandstöðunnar við fjárlagafrumvörp síðast- liðinna ára. Meðan þannig er haldið á málum er þess ekki að vænta að afstaða almennings til greiðslu opinberra gjalda breytist mikið frá því sem verið hefur. Enda þótt opinberar skýrslur hermi að skipting þjóðartekna milli samneyzlu og einka- neyzlu hafi lítið breytzt undanfarin ár,* hefur óbreytt ástand þýtt í reynd að bilið milli hinna sameiginlegu þarfa og fjárveitinga til þeirra hefur breikkað, þegar á heildina er litið. Kem- ur þar til að ríkisstjórnin hefur ekki sýnt neina viðleitni til að spara útgjöld til opin- berrar stjórnsýslu;* en jafnframt hefur hún ekki getað skorazt undan þeirri nauðsyn að færa nokkuð út verksvið hins opinbera vegna vaxandi tæknimenningar þjóðfélagsins. Yfir- bygging þess hleður utan á sig nýjum og nýj- um stofnunum sem inna af hendi stjórnunar-, rannsóknar- og þjónustustörf í þágu atvinnu- lífs og menningarmála. Það kemur fyrst og fremst í hlut hins opinbera að kosta og reka þessar stofnanir, enda þótt ávöxturinn af starf- semi þeirra sé einatt hagnýttur af einkafram- takinu. Þessarar þróunar hefur nokkuð gætt hérlendis, þótt ekki sé í jafnríkum mæli og í háþróuðum iðnaðarlöndum. Af þessu leiðir að meira fjármagn þarf til að standa straum af kostnaði við sjálfa yfirbygginguna, og til- lölulega minna fé verður þá aflögu, að öðru * Skv. síðustu fjárlögum eru uni % allra tekna ríkissjóffs fengnar meff aðflutningsgjöldum (tollum) og söluskatti. Árið 1964 voru affeins tvö lönd í Evrópu ineff lægri beina skatta en ísland, (8.7% þjóðarfram- leiðslu), þ. e. Grikkland og írland. Svíþjóff var þá með hæstu beinu skatta, 24.1%. * Hlutfallið milli samneyzlu og einkaneyzlu hef- ur legiff á undanförnum árum kringum 2:15, en var 1:9 sl. ár skv. bráffabirgffaniffurstöðum. * Utgjöld til utanríkisþjónustunnar hafa t. d. aukizt um fjórffung á sl. tveim árum. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.