Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 11
sjónarmiðum að stjórn atvinnumála og fjár-
festingar, og nú um nokkurt skeið hafa ]rau
sjónarmið verið yfirsterkari að stjórnleysi
færi beztan árangur á þessum sviðum, hið ó-
skipulega framtak, höpp og glöp.
SKAMMSÝNI
Ég held að þarna sé um að ræða skammsýni
sem getur orðið Islendingum mjög afdrifa-
rík, ef hún verður látin haldast. Þjóð sem ætl-
ar að tryggja sér fullveldi til frambúðar á
öllum sviðum verður að hafa öfluga og grósku-
mikla innlenda atvinnuvegi; þar er urn að
ræða undirstöðuatriði. Atvinnuvegirnir verða
í senn að rísa undir lífskjörum, félagslegum
framkvæmdum og margþættu menningarlífi;
bregðist sú undirstaða mun öðrum verðmæt-
um þegar í stað hraka. Því eru það hvorki
aukaatriði né tilviljanir hvernig atvinnuveg-
irnir, þróast, heldur meginatriði. Nú er sú
kenning að vísu alkunn að atvinnuvegir þró-
ist bezt samkvæmt sínum eigin lögmálum, eft-
ir farvegi gróða og samkeppni, þar sem sá
hæfasti verði að lokum ofan á og tryggi 'hag-
kvæmastan rekstur, einnig fyrir þjóðarheild-
ina. En jafnvel þótt menn trúi þeirri kenningu
fær hún ekki staðizt við okkar litlu aðstæður.
Hér á landi er enginn einkaaðili svo öflugur
að hann geti af eigin ranrmleik ráðizt i nein-
ar meiriháttar framkvæmdir; raunverulegt
framtak einstaklingsins er allt miklu smærra
í sniðum en okkur hentar ef við ætlum að
halda hlut okkar í samkeppni við umheiminn.
Einmitt vegna þess hversu allt er smátt hér
verður samkeppnin einnig ákaflega stjórn-
laus og kostnaðarsöm, óhemjuleg verðmæti
fara árlega í súginn: má ég minna á frysti-
húsin sem standa hlið við hlið út um allar
jarðjr þótt annað þeirra geti hæglega unnið
úr öllu því hráefni sem að landi berst; ýms
iðnfyrirtæki önnur sem eins er ástatt um;
skipulagsleysið í verzluninni; ringulreiðina
í bankastarfsemi og öðrum þjónustufyrirtækj-
um o. s. frv. Og þessi frumskógur svokallaðr-
ar samkeppni grisjast aldrei, vegna þess að
við hinar smávöxnu aðstæður á Islandi fær
það ekki staðizt af félagslegum og pólitískum
ástæðum að láta meiriháttar fyrirtæki verða
gjaldþrola samkvæmt lögmálum samkeppn-
innar; ef að slíku kemur er ævinlega hlaup-
ið undir bagga og framkvæmd efnaliagsleg
bjargráð, einnig af flokkum sem í orði telja
sig aðhyliast óskert einkaframtak. Þetta er
talið þeim mun sjálfsagðara sem hinum svo-
köíluðu einkafyrirtækjum hefur að langmestu
leyti verið komið upp með fjármunum al-
mennings, lánsfé úr opinberum bönkum; menn
eru ekki að hætta sínu eigin fé heldur fjár-
munum annarra. Alll verður þetta hagkerfi
að samfelldum óskapnaði, þar sem gallar
einkaframtaks og áætlunarbúskapar leika
lausum bala, en kostirnir njóta sín ekki, þar
sem skipulagsleysi og ringulreið einkareksturs-
ins helzt í hendur við þjóðnýtingu á töpunum
einum.
Raunar er óþarfi að fara um þetta almennum
orðum. Við höfum að undanförnu liaft fyrir
augunum mjög alvarlegar og fróðlegar stað-
reyndir um þróun íslenzkra atvinnuvega. Ar
eftir ár að undanförnu höfum við notið mik-
ils góðæris, sett eitt aflametið af öðru, og á
sama tíma hefur verðlag afurða okkar erlend-
is hækkað til mikilla muna. Af þessum sökum
liafa þjóðartekjurnar vaxið örar en í flestum
öðrum löndum heims. En hvernig liefur þró-
un atvinnuveganna orðið á þessu tímabili,
hafa þeir ekki eflzt stórlega og sýnt vaxandi
getu til þess að rísa undir nútímalþjóðfélagi?
Raunin hefur orðið þveröfug — vegna þess
að ekki hefur mátt koina til félagsleg forusta
um þróun atvinnuveganna. Togurum lands-
manna hefur fækkað úr 50 í 17 eða um tvo
þriðju, sumum hefur verið lagt inn á víkur
og voga, aðrir hafa verið seldir sem brota-
járn, enn aðra hafa keppinautar okkar kló-
fest — þeir sem eftir eru munu naumast
þrauka nema skamma stund enn, enda sumir