Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 13
og fremst atvinnulífiÖ, og láta þar engar til- viljanir ráð'a? Við erum á einhverjum beztu fiskveiðislóðum heims í miðju Norðuratlanz- hafi; er ekki einsætt að okkur á að vera í lófa lagið að stunda togaraútgerð með betri ár- angri en öðrum? En ber okkur þá ekki einn- ig að breyta þeirri vitneskju í athafnir af ráðnum hug, kaupa nútímaleg skip, gera þau út og miða hagstjórnina við að gera þá út- gerð klei’fa — í stað þess að horfa á það að- gerðarlausir að einn meginþáttur fiskveiða trosni sundur fyrir augunum á okkur, vegna framtaksskorts og dægursjónarmiða. Við höf- um á grunnslóðum einbver gjöfulustu fiski- mið heims og tök á að afla betra hráefnis en nokkrar aðrar þjóðir; afköstin á sjómann eru hér margfalt meiri en í nokkru öðru landi; ber okkur ekki að nýta þessa aðstöðu af ein- beittni og viljáfestu og margfalda verðmætin með fjölþættum og nútímalegum fiskiðnaði, í stað þess að láta duttlunga einkareksturs og bagfræðilegar kreddur koma útvegi og iðnaði í þvílíkan vanda að heldur við stöðvun? Ber oíkkur ekki að meta á raunsæjían hátt livaða verkefni okkur henta bezt og sameina síðan krafta okkar um að vinna þau verk? Eg er hér að mæla með áætlunarbúskap, ekki af almennum fræðilegum og pólitískum á- stæðum, þótt skoðanir minar um þau efni séu kunnar, heldur af þeirri einföldu ástæðu að ég tel þvílíkan áætlunarbúskap einustu leið íslendinga til þess að halda til jafns við aðrar þjóðir. Aætlunarbúskapur er að vísu hvar- vetna í sókn, jafnt í kapitalistaríkjum sem sós- íalistískum, en jafnvel þótt hann tíðkaðist hvergi held ég að hann væri samt eina svarið við þeirri spurningu hvernig jafn örsmá þjóð og íslendingar geti baldið sínum hlut í sam- skiptum við önnur ríki. Við yrðum að finna liann upp ef hann væri ekki til. Við höfum ekki efni á því að sóa kröftum okkar og fjár- munum í höpp og glöp, skipulagslausa gróða- keppni örsmárra framtaksmanna, í þann ó- skapnað sem hagkerfi íslendinga hefur verið og er enn. Við verðum að finna leiðir til sam- vinnu og eðlilegrar samstöðu um þau megin- atriði sem eru hornsteinar þjóðfélagsins, og ég held að slík samvinna sé á engan hátt fjar- læg skapferli íslendinga, þótt við séum sem ‘betur fer einnig góðir einstaklingshyggju- menn. HÁLFNÝLENDUR 'Það er mikill siður hér á íslandi að haga al- mennum stjórnmálaumræðum eftir aðstæðun- 'um í hinum stóra heimi, láta áttirnar austur og vestur skipa sér í fylkingar eins og tíðkað- ist á tímahili kalda stríðsins, og víst ber okk- ur að lifa með í stormum samtímans. En við skulum jafnframt gera ökkur ljóst að aðstæð- ur íslenzku þjóðarinnar eru svo sérstæðar að okkur mun aldrei henta að apa eftir aðferðir 'annarra og stærri þjóðfélaga, allar fræðikenn- 'ingar verður að endurmeta í samræmi við íslenzkar aðstæður. Allir hérlendir stjórn- málaflokkar verða að miða stefnu sína við nauðsyn og vandamál okkar einna, eftir því einu hvort þau duga því markmiði okkar að vera sjálfstæð þjóð til frarrlbúðar. Henti fræði- kenningarnar ekki til þess eru þær gagnslaus- ar hér á íslandi, hversu sjálfsagðar sem þær kunna að vera taldar í öðrum þjóðfélögum. Og það má aldrei henda nokkurn íslending 'að vera svo kreddufastur að ríghalda sér í einhverja fræðikenningu þótt jafnt heil- 'hrigð skynsemi sem reynsla sanni að 'hún leys- ir ekki 'hin sérstöku vandamál okkar. Því hefur mér orðið svo tíðrætt um þessi atriði að ég held að íslendingar standi á krossgötum, að það muni skipta sköpum hver 'leið verður valin. Það var eitt helzta markmið þeirra manna sem enduúheimtu fullveldi okk- ar fyrir hálfri öld að tryggja landsmönnum 'full yfirráð yfir öllum atvinnuvegum sínum; það voru meira að segja sett sérstök lög sem 'bönnuðu erlendan atvinnurekstur 1 landinu. *í fyrra var vikið frá þessari meginreglu á 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.