Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 45
UNDIR JÁRNHÆL
AUÐSOGHUNGURS
Bandarlkin, — íbúafjöldinn þar er 6% af ibú-
um heims, — eiga eða ráða yfir 60% af auðæfum
jarðar. Þjóðir, sem telja 14% af íbúum heims,
neyta 80% af neyslu heimsins. 16% af íbúum
jarðar eiga 70% af auðæfum heims.
HYLDÝPIÐ
Afleiðingin af þessari hróplegu misskiptingu
lífskjaranna er, að tveir þriðju hlutar mannkynsins
búa við neyðarkjör, verða sulti og sjúkdómum að
bráð. 30.000 börn deyja þvl daglega úr sulti eða
hungursjúkdómum hjá þessum rændu og fátæku
þjóðum. 9 milljónir þarna á óri.
En meðaltekjur I Bandaríkjunum eru 50 sinnum
hærri en I mörgum þróunarlöndum. Um 50 milljón-
ir Breta reykja daglega fyrir álíka upphæð og 50
milljónir Indverja hafa til að lifa fyrir.
Og arðrán hinna voldugu auðhringa vex I sí-
fellu. Skuldabyrði þróunarlandanna var 1954 7.5
milljarðar dollara, 1966 var hún orðin yfir 20
milljarðar. Sú „hjálp," sem talað er um til þessara
landa, er að engu gerð sakir vaxandi arðráns hring-
anna, einkum í mynd hækkaðs verðs á iðnvarningi
iðnaðarlanda en lækkaðs verðs á hráefnum þróun-
arlandanna. Á árinu 1954 gat kaffiframleiðandi
! Brasiliu keypt jeppa fyrir 19 poka af kaffi, en
45