Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 42
inn varasamastur. Þá myndar barnið fyrstu tengsl sín við mannheim og mistakizt það, er hæt't við að öll viðfangsþróun þess verði meira og minna brengluð. Brautryðjandi í rannsókn þessara mála var Englendingurinn J. Bowlby, en niðurstöður hans .... vöktu mikla athygli. Bowlby komst að þeirri niðurstöðu, að þrenns konar aðstæður gætu valdið alvarleg- um truflunum á geðheilsu barna .... a) Al- gjör skortur á tengslum við móður (eða stað- gengil hennar) fyrstu þrjú æviár barnsins. b) Barnið er svipt móður sinni um skemmri tíma, a. m. k. í þrjá mánuði, en þó líklega öllu fremur, ef fjarvistirnar eru lengri en sex mánuðir, — á fyrstu þrem, fjÓTum árunum. c) Tíð skipti á móður og staðgenglum henn- ar á fyrrnefndu aldursskeiði. Truflanirnar geta lýst sér með mörgu móti og verið ýmist tímabundnar eða varanlegar. Bow'lby nefnir eftirfarandi fjögur atriði: a) Barnið bregzt illa við móðurinni, þegar það kemur til hennar aftur og lætur stundum sem það þekki hana ekki. b) Barnið verður ákaf- lega kröfuhart við móðurina eða staðgengil hennar .... Mikil afbrýðisemi og skapofsa- köst gera vart við sig. c) Glaðleg, en tilfinn- ingalega yfirborðsleg framkoma barnsins við fullorðið fólk, sem það umgengst. d) Tilfinn- ingalegur sljóleiki. Barnið myndar engin geð- tengsl við aðra. Oft fylgja þessu sérstakar, reglubundnar líkamshreyfingar (róa sér fram og aftur og rugga) og stundum sækir barnið í að berja höfðinu við eitthvað það, sem er í námunda (veggi, rúmgafl). Niðurstöður Bowlbys studdust aðallega við athugun á börnum, sem höfðu verið svipl móður sinni um lengri eða skemmri tima. Þeim var komið fyrir á barnaheimilum, sjúkra- húsum og í fóstur hjá einstaklingum. Svo var að sjá sem andleg líðan og þroski barnanna færi lítið eftir líkamlegri umönnun þeirra. Þeim börnum leið bezt, sem fengu móðurstað- gengil, er þau gátu tengzt sterkum böndum. Aftur á móti var mikil hætta á ferðum, þegar 42 barnið dvaldist á stofnunum, þar sem enginn einn tók það að sér, heldur skiptu margar fóstrur og hjúkrunarlið með sér umsjá þess. Athyglisverður er einnig samanburður, sem R. Spitz gerði á börnum tveggja stofnana: fæðingarheimilis og upptökuheimilis. Bæði heimilin voru ágæt, hvað varðaði húsakynni, hreinlæti, mataræði og klæðnað barnanna. Á fyrrnefnda heimilinu var eitthvað meira af leikföngum og börnunum var gert auðveldara fyrir að hreyfa sig. En aðalmunurinn var fólginn í því, að á upptökuheimilinu voru börnin að öllu leyti í umsjá hjúkrunarliðs og hafði hver stúlka veg og vanda af 8 börnum. Á hinu heimilinu dvöldust mæðurnar ásamt börnunum og hlutverk hjúkrunarkvennanna var að kenna þeim að annast börnin. Þrátt fyr- ir það, að börn upptökuheimilisins virtust andlega talsvert betur úr garði gerð, drógust þau fljótt mjög aftur úr um þroska. Frá 4—8 mánaða aldri lækkaði þroskastig þeirra úr 127 stigum í 72 stig. En á sama tíma 'hækkaði þroskastig hinna úr 101.5 stigum í 105 stig. Dauðsföll voru geysilega mörg á upptökuheim- ilinu, en á fæðingarheimilinu voru þau hlið- stæð því, sem gerist á venjulegum einkaheim- ilum. Þegar Spitz reyndi að finna ástæðurnar fyrir þessum greinilega mun á börnum hinna tveggja stofnana, gat hann ekki ályktað öðru vísi en svo: „Það er sannfæring vor, að þau (þ. e. börn upptökuheimilisins) þjáist af því, að í skynbeim þeirra vantar mannlegan félags- skap, af því að einangrunin kemur í veg fyrir örvun frá móðurstaðgengli“.“ Eg hef haft þessar tilvitnanir svo langar til þess að ljóst verði, að um þessi mál hefur verið ritað æði ýtarlega á íslenzku og það í ritum, sem telja verður, að þeim, sem við þessi mál fást sé skylt að kynna sér. Ennfrem- ur vildi ég, að þær fræðiiegu forsendur, sem byggja þarf á, þegar hugað er að starfrækslu vistheimila fyrir ungbörn, kæmu skýrt fram. Skal nú vikið að hinni hagnýtu hlið málsins, þ. e. hvernig reka beri slíkar stofnanir, svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.