Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 6

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 6
SARA LIDMAN (KOSTNAÐARSPURNING) UNDUR STJÖRNU- FÁNANS Bandaríkjunum sárna ekki brennurnar í Vietnam fána þeirra og skinni svíður ekki þó að Vietnam tærist í „eldinum af himni" tilreiddum af Gulf eða Shell (hvort félagið hefur nú sölusamninginn?) Páfastólnum er vel um vært og vestrið snýst ekki í austur þótt Vietnam sé breytt í Gehenna Bandaríkin dreifa Ijósmyndum af eldinum sem napalmregnið kveikir Alþjóð fær að sjá þessar myndir óðar en logarnir slokkna alþjóð getur ímyndað sér sárin óðar en þau brennast inn í kviku í Vietnam Samt eru Bandaríkin heiðarlegt land Einmitt þess vegna eru Bandaríkin heiðarlegt land: þau kynda bálið í Vietnam fyrir opnum tjöldum — í Auschwitz aftur á móti var eldinum leynt eins og glæp Eldur Bandaríkjanna í Vietnam er efnd á gefnu loforði — að gefa líf en hafa lofað dauða það væri brigð á helgu heiti 6 Bandaríkin eru heiðarlegt land Vietnam talar máli sínu slælega Það lítur einhliða á eldinn og önnur lönd eru of fátæk til að hafa nokkra skoðun Auðvitað mundi maður láta í Ijós við Bandaríkin að ef til vill sé rangt gert að brenna fólk . . . ef vér værum bara svo rík þjóð að vér hefðum ráð á því — svo rík að vér hefðum ráð á sannleika — byggjum sem sé betur að þessa heims gæðum en þar sem Bandaríkin eru öllum löndum auðugri að mat og bensíni þá er ábyrgðarlaust og hlægilegt og hættulegt fyrir þjóð sem er lakar efnum búin að segja nokkuð annað við Bandaríkin en lofuð séu Bandaríkin Þeirra er ábyrgðin, vegsemdin og eldurinn Þorsteinn Valdimarsson íslenzkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.