Réttur


Réttur - 01.01.1967, Page 6

Réttur - 01.01.1967, Page 6
SARA LIDMAN (KOSTNAÐARSPURNING) UNDUR STJÖRNU- FÁNANS Bandaríkjunum sárna ekki brennurnar í Vietnam fána þeirra og skinni svíður ekki þó að Vietnam tærist í „eldinum af himni" tilreiddum af Gulf eða Shell (hvort félagið hefur nú sölusamninginn?) Páfastólnum er vel um vært og vestrið snýst ekki í austur þótt Vietnam sé breytt í Gehenna Bandaríkin dreifa Ijósmyndum af eldinum sem napalmregnið kveikir Alþjóð fær að sjá þessar myndir óðar en logarnir slokkna alþjóð getur ímyndað sér sárin óðar en þau brennast inn í kviku í Vietnam Samt eru Bandaríkin heiðarlegt land Einmitt þess vegna eru Bandaríkin heiðarlegt land: þau kynda bálið í Vietnam fyrir opnum tjöldum — í Auschwitz aftur á móti var eldinum leynt eins og glæp Eldur Bandaríkjanna í Vietnam er efnd á gefnu loforði — að gefa líf en hafa lofað dauða það væri brigð á helgu heiti 6 Bandaríkin eru heiðarlegt land Vietnam talar máli sínu slælega Það lítur einhliða á eldinn og önnur lönd eru of fátæk til að hafa nokkra skoðun Auðvitað mundi maður láta í Ijós við Bandaríkin að ef til vill sé rangt gert að brenna fólk . . . ef vér værum bara svo rík þjóð að vér hefðum ráð á því — svo rík að vér hefðum ráð á sannleika — byggjum sem sé betur að þessa heims gæðum en þar sem Bandaríkin eru öllum löndum auðugri að mat og bensíni þá er ábyrgðarlaust og hlægilegt og hættulegt fyrir þjóð sem er lakar efnum búin að segja nokkuð annað við Bandaríkin en lofuð séu Bandaríkin Þeirra er ábyrgðin, vegsemdin og eldurinn Þorsteinn Valdimarsson íslenzkaði

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.