Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 19

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 19
Draumurinn um landið er ofinn úr mörg- um þáttum. Vísindamönnum í náttúrufræð- um o. fl. (jarðfræði, fiski- og haffræði), sem og þeim, sem fást við íslenzk fræði, mætti vel sýnast, að landið og þjóðarsagan hefði feng- ið þeim slík kjörin verkefni, að þeir gætu ekki einungis miðlað staðbundnum þekkingarauka, heldur og þeim skerfi, sem hefði almennt vís- indalegt gildi — og engir hefðu á þessum slóð- um betri aðstöðu til þess en þeir, ef vel væri að búið. Líku máli gegnir um listamenn í ýmsum greinum. En draumurinn um landið tekur líka til samfélagsins sj álfs. Það er draumur fámennr- ar og velmenntrar þjóðar í stóru og lí-tt numdu landi mikilla möguleika, draumur, sem mót- aður er sögu og erfð og stórhug nýrra tíma, vísast ekki fullskýr í öllum dráttum og með ýmsum blæbrigðum. En flestum mundi þó sýn- ast sem hér ætti að vera unnt að móta sam- félag, sem gæti orðið til nokkurrar fyrirmynd- ar, — reisa ríki, þar sem mannhelgi, frelsi og samstarf ættu sér óðul og annmarki fámennis- ins fengi jákvætt gildi í aukinni mannrækt og einstaklingsiþroska. Og þar á ég ekki við það, sem kalla mætti veldi hlutanna, þar sem sagn- irnar að eiga og haja, hafa þokað sögninni að vera um set, „eignin“ er orðin að tákni manngildisins, — orðið eigendaskipti ef svo má segja, — og hlutirnir hafa með nokkrum hætti tekið völdin, og þeir láta manninn snú- ast eftir sínum lögum, en ekki þeim eigindum og þroskamöguleikum, sem honum eru í brjóst bornir. Ég á við ríki mannsins, það sem hann hefur löngum dreymt um, þar sem auðæfin eru fólg- in í síauknu valdi hans og vísvitandi stjórn á þeim hlutum, sem mega verða honum til far- sældar og þroska, og í fjölþættum tengslum manns við mann — og við líf og listir. Við hernámsandstæðingar erum stundum bornir þeim sökum, að við fylgjum úreltri þjóðernis- og einangrunarstefnu, — skorti víðsýna alþjóðahyggju, sem samsvari tækni- væddri veröld nútímans, þar sem óskert full- veldi ríkja og innlent fjármagn í atvinnuveg- um hafi ekki sama gildi og fyrr. Þessum ásök- unum og röksemdum neitum við — og það því fremur, sem þær eru bornar fram af þeim, sem leitazt hafa við að binda ísland við tiltekin ríki og einskorða áhrif og áróður utanfrá sem mest við þau. Víst er hverri þjóð nauðsynlegt og hollt að kynnast og læra af öðrum, en þá er bezt að opið sé til allra átta. Og þjóðin sjálf þarf að eiga færi á og kunnáttu til að velja og hafna og steypa áhrifin í það mót, sem henni hentar. Hitt drögum við líka í efa, að ásókn hins bleika penings utan að eigi nokk- uð skylt við alþjóðahyggju. Hingað til höfum við skilið það orð svo, að það ætti við virð- ingu, velvild og samhjálp þjóða á milli og þjóðarbrota, sem stefndi að auknu bræðra- lagi manna, en ekki að bækistöðvum fram- andi auðhringa í öðrum löndum. Og við höf- um verið þeirrar trúar, að sönn alþjóðahyggja hnigi síður en svo að afnámi þjóðlegs sjálf- stæðis eða þjóðlegra einkenna. — Samfélag þjóðanna væri eins og margstrengjuð harpa, sem yrði því auðugri, sem hver strengur fengi að óma með sínum eigin hljóm, svo sem saga erfð og sérstæð reynsla hafa stillt hann. Það er vilji okkar og von, að strengurinn íslenzki hljómi þar áfram með sérleik sínum, verandi og verðandi. Góðir gestir, þessi inngangsorð eru nú orð- in lengri en ætlað var, — og þó fátt eitt sagt. Mér 'hefur orðið tíðrætt um það, sem ég héf kallað „drauminn um Iandið,“ en liann hefur löngum sagt til sín í verkum skálda í öllum listgreinum, ýmist heint eða óbeint, leynt eða ljóst, í inntaki og í formleit. Hér er að vísu ekki á boðstólum nema lítið sýnishorn þess, sem hrærist með þjóðinni í listum og menningarmálum. Samt væntum við þess, að það megi verða til ánægju og upp- örvunar -—- og vekja athygli og umhugsun. Að svo mæltu lýsi ég því yfir, að þessi þriðja listavaka hernámsandstæðinga er hafin. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.