Réttur


Réttur - 01.01.1967, Síða 23

Réttur - 01.01.1967, Síða 23
'þjóðarinnar á þessu tímabili er bein afleiðing af sjálfri viðreisnarstefnunni: þeirri trúar- setningu að óheft einkaframtak sé þess um- komið að grundvalla traust atvinnulíf í hinu litla þjóðfélagi okkar, að ekki þurfi annað en gefa auðmagninu og hand'höfum þess frelsi og þá muni þarfir atvinnuveganna uppfyllast um leið! íslenzka viðreisnarstjórnin mun vera eina ríkisstjórnin í V-Evrópu er játast ennþá þessari kreddu hins klassíska kapitalisma. Auðmagn einkaframtaksins leitar eðlilega í þær greinar atvinnulífsins sem gefa skjótastan og auðteknastan gróða á 'hverjum tíma. Það er því engin tilviljun þótt hið margprísaða frjálsræði viðreisnarinnar — innflutnings- frelsið og afnám verðlagseftirlits — hafi hleypt ofvexti í viðskiptageirann (verzlunar-, banka- og tryggingarstarfsemi). Þar eð innanlands- verzlunin er í eðli sínu óbundin öðru en kaup- getu almennings og neyzluháttum hans, hefur 'hún getað blómgazt jafnhliða því sem sigið hefur á ógæfu'bliðina fyrir framleiðslugrein- unum. Sé viðskiptalífið eitt lagt til grundvall- ar er ómótmælanlegt að „viðreisnin” hefur heppnast; það hefur aldrei verið meira „fjör í bissnessinum“ á íslandi en hin síðustu árin. Það sýnir aðeins að viðreisnarstjórnin er í raun og sannleika umboðsstjórn verzlunarauð- valdsins. Ofvöxt viðskiptageirans má ekki einungis marka af verzlunarhöllunum og bönkunum sem vaxið hafa upp eins og gorkúlur í Reykja- vík sl. ár, heldur og af beinum tölum. Á tíma- bilinu 1962-—1965 hefur hlutfallsleg skipting fjármunamyndunar (fjárfestingar), miðað við Verðlag ársins 1960, breytzt sem hér segir í eftirtöldum atvinnugreinum: * 1962 1965 % % Fiskveiðar 6.6 3.9 Iðnaður 14.7 11.4 Flutningatæki 9.8 15.0 Verzlun og skrifstofuhús 4.8 5.6 Athyglisvert við þessar tölur er að hlutur framleiðslugreinanna hefur stórlega minnkað á kostnað hinna, einkum flutningatækjanna. Þar valda hin miklu flugvélakaup reyndar mestu um, en aukinn bílainnflutningur á einn- ig mikinn þátt í hækkuninni. A sl. ári voru * Skv. töflu sem birtist í „Úr þjóffarbúskapnum," 15. tbl. 23

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.