Réttur


Réttur - 01.01.1967, Page 52

Réttur - 01.01.1967, Page 52
SIGRAR RÓTTÆKRAR VERKALÝÐS- HREYFINGAR Á SPÁNI Á Spáni fóru fram fyrir nokkru kosningar í verkalýðsfélögunum. Fasistarnir hugðust vinna þær. Sósíaldemókratar, anarkistar og þjóðernissinnar skoruðu á verkamenn að taka ekki þátt í þeim. En kommúnistar skoruðu á verkamenn að kjósa róttæka fulltrúa og breyta þannig kosningunum í sigur yfir fasismanum. Og það tókst. Einkum í borgunum Madrid, Barcelona, Sevilla, Bilbao, Coruna, Saragossa og í Asturíu varð sigurinn stórfenglegur. Sigurinn varð svo mikill, að mörgum á Spáni og erlendis þótti undrun sæta. „En það kom okkur, spönskum kommúnistum, ekki á óvart,“ segir Eduardo Garcia, ritari Kommún- istaflokks Spánar, í grein í „World Marxist Review.“ Spánski kommúnistaflokkurinn er nú að byrja að uppskera ávextina af 27 ára þrot- lausri baráttu og er nú ótvírætt forustuflokk- urinn í baráttu spánska verkalýðsins fyrir lýð- ræði og frelsi gegn fasismanum. Síðan hin miklu verkföll voru háð 1962 hefur flokkur- inn látlaust unnið að því að skapa fjöldaflokk á Spáni, þrátt fyrir boð og bönn fasistastjórn- arinnar. Og honum er að takast það. Mikill 'hluti þeirra 200.000 verkalýðsfull- trúa og 20.000 verksmiðjunefnda, er kosin voru í þessum kosningum, eru reiðubúnir til að ganga í flokkinn. Bændur og landbúnaðar- verkamenn eru í stórum stíl á sömu leið. Margir erfiðleikar eru á veginum. En að- staðan hefur stórbatnað. Yfirvöld fasistanna hafa ekki lengur þau tök á fólkinu, sem þau áður höfðu. Þúsundum saman koma verka- menn og fulltrúar þeirra á fundi og slá þá 52 skjaldborg um kommúnistana, ef fasistarnir ætla að ofsækja þá. Fasistarnir eru á undan- haldi. Hinn „sérstaki herdómstóll“ hefur ver- ið afnuminn. Það var mikill sigur. En þrátt fyrir vaxandi styrkleik kommún- istaflokksins á Spáni vill hann koma á sem beztri samvinnu við aðra aðila, sem vilja vinna gegn fasismanum. I grein, sem aðalrit- ari flokksins, Santiago Carillo, ritar í „Mundo Obrero,“ segir hann: „Flokkurinn gerir ekki kröfu til þess að vera eina aflið í fjöldahreyf- ingunni, eini skipuleggjandi allra aðgerða. En hann er hreyfiaflið, brautryðjandinn . ...“ „Sjálfstæði fjöldahreyfingarinnar er raun- veruleiki og nauðsyn, sem flokkurinn má aldrei gleyma, því slíkt myndi skaða bæði hreyfing- una og flokkinn,“ segir Garcia í grein sinni. „Mikil átök eru framundan. Tími úrslitaorr- ustunnar nálgast. Síðustu verk Franco-stjórn- arinnar eru vottur um veikleika hennar, um spillingu og rotnun þess stjórnarfars, 6em þjakað 'hefur Spán í 30 ár.“ Það er verkalýðáhreyfing nýrrar tegundar, sem risin er upp á Spáni. „Markmið okkar er, eftir að lýðræði hefur komist á, að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hindra að alþýðan tefji of lengi í hinu „klassiska“ vestræna þingræðisskipulagi kapitalismans. Við hyggjum á þróun lýðræðis með róttækum enduíbótum á gerð þjóðfélagsins („struktural reforms“), sem breyti því í félagslegt og póli- tískt lýðræði.“ Svo segir Santiago Carillo í grein í „World Marxist Review.“ „Þannig sjáum vér fyrir oss umsköpun auðvaldsskipu- lags á stigi ríkiseinokunar yfir í sósíalisma.“ Svo endar hann grein sína. En meðal ráðstaf- ana til slíkrar gerbreytingar taldi hann sér- staklega þjóðnýtingu 'banka og einokunar- hringa, svo og að gefa bændum þá jörð, er þeir rækta.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.