Réttur


Réttur - 01.07.1974, Síða 5

Réttur - 01.07.1974, Síða 5
á árinu 1972, áður en áhrif kjarasamning- anna frá í des. 1971 voru að fullu komin fram. Þessum skerðingum launakjaranna hefur verkalýðshreyfingin mótmælt einum rómi: Alþýðusamband Islands, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, Sjómannasamband Is- lands, Farmanna og fiskimannasamband Is- lands, Samband ísl. bankamanna og loks þau verkalýðsfélög innan ASI sérstaklega sem segja upp gildandi kjarasamning- um frá og með 1. nóvember næstkomandi. Augljóst var að í upphafi óttaðist ríkisstjórn- in viðbrögð verkalýðsins og þorði því ekki í fyrstu atrennu að ganga eins langt í árás- unum og hún upphaflega hafði ætlað. Það staðfesti mótmælayfirlýsing ASI. En hræddir menn með vondan málstað þreifa sig áfram, og færa sig vægðarlaust upp á skaftið, ef þeir finna að þeir komast upp með það. Verkalýðssamtökin má ekki bresta hugrekki til baráttu, þótt ekki sé vinstristjórn til að hjálpa þeim til að sigra. Þau eru nógu sterk til þess að sigra ein, ef þau aðeins eru sér meðvitandi um styrk sinn. Þegar þetta er skrifað bendir allt til þess að verkalýðsfélögin um allt land muni segja upp kjarasamningum sínum miðað við 1. nóvember. Þá eru samningar lausir og unnt að vera á varðbergi. Ríkisstjórnin kveðst mundu endurskoða núverandi stöðu kjara- málanna fari framfærsluvísitalan fram yfir 20% hækkun fyrir 1. febrúar. En sú rausn! Þá eru líkur til þess að málin fari að skýrast að einhverju marki, bæði afleiðingar aðgerða ríkisstjórnarinnar, og afstaða verkalýðssam- takanna. Aðdragandinn að myndun ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar var með nokkuð sér- kennilegum hætti. Þegar Olafur Jóhannes- son hætti stjórnarmyndunartilraunum með vinstriflokkunum og Alþýðuflokknum hét það svo að Ólafur væri að freista þess að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það tók þessa flokka aðeins fjóra eða fimm daga að koma saman málefnayfirlýsingu. Þegar hún birtist reyndist hún svo loðin og al- menn að flestu leyti að lítið var á henni að græða. Það eru verkin síðan sem unnt er að dæma stjórnina af. Meðan stjórnin var í burðarliðnum samþykktu stjórnarflokkarnir tilvonandi 40—50 milj. kr. álögur á almenn- ing í formi búvöruhækkana. En þó að þessir aðilar reyndust eiga auðvelt með að koma saman loðinni málefnayfirlýsingu tók að kárna gamanið þegar kom að skiptingu ráð- herraembætta. Það varð að skipta til helm- inga, skipta jafnt. Sjálfstæðisflokkurinn krafðist þess að fá í sinn hlut annað hvort fleiri ráðuneyti en Framsókn — 7 af 12 — eða forsætisráðuneytið og jafnmörg ráðu- neyti. Um þetta stóð lengi þóf og lyktaði svo að Framsóknarflokkurinn gaf embætti forsætisráðherra, en flokkarnir hafa sex ráðu- neyti hvor. Skiptingin er þannig: Sjálfstæðisflokkurinn hefur: Forsætisráðu- neytið (Geir Hallgrímsson), fjármálaráðu- neytið (Matthías A. Mathiesen), félagsmála- ráðuneytið (Gunnar Thoroddsen), heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið (Matthías Bjarna- son), iðnaðarráðuneytið (Gunnar), sjávarút- vegsráðuneytið (Matthías Bjarnason). Framsókn hefur þessi ráðuneyti: dóms- og viðskiptaráðuneytið (Ólafur Jóhannesson), utanríkisráðuneytið (Einar Agústsson), land- búnaðar- og samgöngumálaráðuneytin (Hall- dór E. Sigurðsson), menntamálaráðuneytið (Vilhjálmur Hjálmarsson). Auk þess sem átök voru mikil milli flokk- anna um skiptingu ráðherraembætta, sem endaði með því að fjölga varð um einn ráð- herra, voru mikil átök innan flokkanna, um skiptingu ráðuneyta, einkum innan Sjálf- stæðisflokksins. 141

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.