Réttur - 01.07.1974, Síða 6
Vinstri stjórnin 1971—’74. Frá vinstri til hægri við borðið: Halidór Sigurðsson, Hannibal Valdimarsson,
Einar Ágústsson, Ólafur Jóhannesson, Lúðvík Jósepsson, Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson.
Við borðsendann Kristján Eldjárn forseti og Guðmundur Benediksson ráðuneytisstj. forsætisráðuneytisins.
(Myndin tekin í júlí 1971).
Ólafur Jóhannesson viðurkenndi að stjórn-
armyndun lokinni að hann væri fyrsti stjórn-
málamaðurinn, sem myndaði stjórn fyrir ann-
an mann! Margt réði því að Framsókn af-
henti íhaldinu stjórnarforusmna og er talið
að þar hafi meðal annars komið til haturs-
afstaða Björns Jónssonar í garð Ólafs, og
hafi Björn látið það berast í gegnum Geir
Hallgrímsson að miklum mun líklegra yrði
að hann gæti rætt við íhaldið en Ólaf! I
annan stað og nátengt þessu er áhugi Sjálf-
stæðisflokksins á því að fá Alþýðuflokkinn
með í stjórnina þó síðar verði.
Framundan er hörð barátta við þá ríkis-
stjórn sem nýlega hefur verið mynduð. Menn
geri sér fyllilega Ijóst að stjórnarforusta
íh.aldsins svífst einskis. Þeim mun skemmri
tíma sem þessi stjórn fær að ráða þeim mun
betra. Það verður styrkur Alþýðubandalags-
ins og verkalýðshreyfingarinnar sem ráða
mun úrslitum um valdatíma þessarar stjórnar,
142