Réttur


Réttur - 01.07.1974, Page 42

Réttur - 01.07.1974, Page 42
FYRSTA UPPGJÖFIN Ríkisstjórn íhalds og Framsóknar hefur gert samkomulag við Bandaríkjastjórn. I því felst raunverulega að gefist er upp við að láta herinn fara, en eftirfarandi ráðstafanir gerðar, að því er virðist til að tryggja veru hans áfram: 1. Það á að þjálfa íslendinga til þess að taka við „tæknilegum og stjórnunarlegum" störfum 400 amerískra hermanna. Með öðr- um orðum: það á ekki að fækka því liði, sem gangster-stjórnin ameríska hefur á Keflavíkurflugvelli, en það á að innlima Is- lendinga í það. — Svo djúpt sökk Island aldrei sem nýlenda, ekki einu sinni á 17. öld, að alþingi samþykkti að útvega íslenska menn í her Dana, — en nú virðist eiga að skikka íslenska menn til þess að gegna tækni- störfum í njósnastöðinni á Vellinum. — Lengi getur vont versnað. 2. I stað þess að láta ameríska hermenn halda á brott, skal nú byggja 468 íbúðir yfir þá á Keflavíkurflugvelli, við viðbótar þeim, sem þar eru. Það á vafalaust að taka íslenskt vinnuafl frá því að byggja yfir Is- lendinga og láta það fara að byggja yfir Bandaríkjamenn. Þetta vekur vafalaust fögn- uð hjá Aðalverktökum Ihalds og Framsókn- ar, því þeim mun finnast það betri „business" að byggja yfir útlendinga en „innfædda". Og ekki þarf að efa að Kaninn borgi vel. — í skeyti til Morgunblaðsins er talað um tæpa 2 miljarði króna. — Hann telur sig sleppa svo ódýrt á íslandi að hann munar ekki um að gera vel við fyrirtæki Framsóknar og Ihaldsins. 3. Svo á að aðskilja flugstarfsemina og njósnastarf Bandaríkjahers með byggingu nýrrar flugstöðvar. Líklega biður ríkisstjórnin Bandaríkjastjórn um aura fyrir hana. „Wash- ington Post" taldi Bandaríkjamenn mundu verja 7 miljörðum króna til slíks og Morg- unblaðið birti þá frétt með miklum fögnuði. — Hvað satt er um upphæðina mun síðar koma í ljós. En vafalaust verður þarna líka um góðan gróða að ræða fyrir Aðalverktaka Ihalds og Framsóknar. Líklega er þetta aðeins byrjun á nýjum „viðskiptum" afturhaldsstjórnarinnar við Bandaríkjaher. Ef að kreppir um fé fyrir rík- isstjórnina, er hættan sú að hún reyni að bjarga sér með „betlidölum" sem „helminga- skiptastjórn" sömu flokka áður. Ef til vill á íslenska hernámsliðið eftir að snúa sér enn betur að Bandaríkjastjórn, segjandi í anda það, sem vísuorð Einars Benediktssonar birtu forðum, en auðvitað með fegurri orðum við stjórnina, sem kennd er við Watergate-njósn- ir og Vietnamstríð: „Ó djöflar, ég sver, ég er leigður of lágt , ég, lifandi myndin af Islands svívirðing."

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.