Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 42

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 42
FYRSTA UPPGJÖFIN Ríkisstjórn íhalds og Framsóknar hefur gert samkomulag við Bandaríkjastjórn. I því felst raunverulega að gefist er upp við að láta herinn fara, en eftirfarandi ráðstafanir gerðar, að því er virðist til að tryggja veru hans áfram: 1. Það á að þjálfa íslendinga til þess að taka við „tæknilegum og stjórnunarlegum" störfum 400 amerískra hermanna. Með öðr- um orðum: það á ekki að fækka því liði, sem gangster-stjórnin ameríska hefur á Keflavíkurflugvelli, en það á að innlima Is- lendinga í það. — Svo djúpt sökk Island aldrei sem nýlenda, ekki einu sinni á 17. öld, að alþingi samþykkti að útvega íslenska menn í her Dana, — en nú virðist eiga að skikka íslenska menn til þess að gegna tækni- störfum í njósnastöðinni á Vellinum. — Lengi getur vont versnað. 2. I stað þess að láta ameríska hermenn halda á brott, skal nú byggja 468 íbúðir yfir þá á Keflavíkurflugvelli, við viðbótar þeim, sem þar eru. Það á vafalaust að taka íslenskt vinnuafl frá því að byggja yfir Is- lendinga og láta það fara að byggja yfir Bandaríkjamenn. Þetta vekur vafalaust fögn- uð hjá Aðalverktökum Ihalds og Framsókn- ar, því þeim mun finnast það betri „business" að byggja yfir útlendinga en „innfædda". Og ekki þarf að efa að Kaninn borgi vel. — í skeyti til Morgunblaðsins er talað um tæpa 2 miljarði króna. — Hann telur sig sleppa svo ódýrt á íslandi að hann munar ekki um að gera vel við fyrirtæki Framsóknar og Ihaldsins. 3. Svo á að aðskilja flugstarfsemina og njósnastarf Bandaríkjahers með byggingu nýrrar flugstöðvar. Líklega biður ríkisstjórnin Bandaríkjastjórn um aura fyrir hana. „Wash- ington Post" taldi Bandaríkjamenn mundu verja 7 miljörðum króna til slíks og Morg- unblaðið birti þá frétt með miklum fögnuði. — Hvað satt er um upphæðina mun síðar koma í ljós. En vafalaust verður þarna líka um góðan gróða að ræða fyrir Aðalverktaka Ihalds og Framsóknar. Líklega er þetta aðeins byrjun á nýjum „viðskiptum" afturhaldsstjórnarinnar við Bandaríkjaher. Ef að kreppir um fé fyrir rík- isstjórnina, er hættan sú að hún reyni að bjarga sér með „betlidölum" sem „helminga- skiptastjórn" sömu flokka áður. Ef til vill á íslenska hernámsliðið eftir að snúa sér enn betur að Bandaríkjastjórn, segjandi í anda það, sem vísuorð Einars Benediktssonar birtu forðum, en auðvitað með fegurri orðum við stjórnina, sem kennd er við Watergate-njósn- ir og Vietnamstríð: „Ó djöflar, ég sver, ég er leigður of lágt , ég, lifandi myndin af Islands svívirðing."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.