Réttur


Réttur - 01.07.1974, Side 56

Réttur - 01.07.1974, Side 56
o.fl., o.fl., eru meðal þess er hún bygg r á. Sjálf stundar hún við hliðina á skáldskapnum búskap i Skotlandi, er skoskur þjóðern's- sinni og sósíalisti, eftir skrifum hennar að dsema. Hún hefur og mikinn áhuga fyrir ættasamfélög- um blökkumanna í Afríku, er með- limur i ættflokki Bakgatla í Bots- wana. Hún á m klar þakkið skilið fyrir sína ágætu þók um Abram F.'schor. E. O. Janet Jagan: Army Intervention in the 1973 Elections in Guyana. (Afskipti hersins af kosn'ngunum i Guyana 1973). ’73. Georgetown. „Réttur" hefur áður sagt frá þeirri ctjórnmálaþróun, sem átt hefur sér stað í lýðveldinu Guyana í Suður-Ameríku, sem áður hét „breska Guyana". Það var i rit- dómi um bók Cheddi Jagans, sem þrisvar var forsætisráðherra landsins og er nú formaður Fram- sóknarflokks alþýðunnar (Peoples Progressive Party = P.P.P.), sem v'ð kosningar hefur haft allt að 46% kjósenda að baki sér. Þessi ritdómur birtist í 3. hefti 1967. Síðan hefur orðið háskaleg þró- un í átt til fasisma í Guyana. Janet Jagan, sem er einn af leiðtogum P.P.P. og ritari flokks'ns í alþjóða- málum hefur gefið út ofangreinda bók, þar sem nákvæmlega er rak- ið, hvernig ríkisstjórn Burnham’s, sem komst til valda með aðstoð breskra og bandarískra heims- valdasinna, beitti fölsunum og of- beldi I þingkosningunum 1973: tug- ir þúsunda atkvæða voru fölsuð, herinn látinn taka meginið af kjör- kössum að kosningum loknum, Janet Jagan brjóta þá upp og setja falsaða kjörseðla i, fulltrúum stjórnarand- stöðuflokkanna auðvitað bannað að koma nærri. Þessi leppstjórn ameríska auðvaldsins, sem er að láta aluminiumhrng Reynolds fá sérréttindi I Guyana og er með leynisamninga um herstöðvar handa Bandarikjaher, lýsti því svo yfir að kosningum loknum að hún hefði fengið 71% atkvæða! Allir stjórnarandstöðuflokkarnir ne'tuðu að taka sæti á þingi eftir þessar falsanir og ofbeldi. Útlend blöð og stjórnvöld hafa einnig flett ofan af þessu hálf-fasistiska ofbeldi. Jafnframt reynir Burnham „forsæt- isráðherra" leppstjórnar'nnar að bjarga sér á þvi að æsa upp hat- ur hjá negrum gegn indverjum, sem eru mjög fjölmennir í Guyana. Cheddi Jagan hafði oft hitt Allende Chileforseta, síðast í Chile í október 1972. Þeir höfðu oft rætt aðferðir CIA við að grafa undan róttækum stjórnum og koma fasistum til valda. Sagði Jagan Cheddi Jagan Allende frá aðferðunum, sem beitt hafði verið í Guyana, meðan hann réð ríkisstjórn og hvernig henni var komið frá. Þessi bók Janet Jagans sannar alveg ótvírætt hvílikum fölsunum og ofbeldi var beitt 1973. Hefur nú rikisstjórn Burnhams i enn rík- ara mæli en áður gripið til fang- elsana og hverskonar ofbeldis til þess að reyna að brjóta hinn sterka flokk Jagans á bak aftur. (Janet er kona Cheddis, hún er bandarísk, hann er af indverskum ættum). Endurminningar Cheddi Jagans, sem getið var um í upphafi heita „The West on Trial“ (Lon- don 1966). Það er vissulega lær- dómsríkt fyrir Islendinga að fylgj- ast með þvi hvernig amerískt auð- vald og hervald beitir leppflokk- um og leppstjórn til þess að brjóta niður lýðræði hjá þjóð, sem er lítið stærri en við. Ibúar Guyana eru um 560 þúsund. Þau tíðkast nú í sífellt rikara mæli hin breiðu spjótin auðvaldsofbeldis. E. O. 192

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.