Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 31

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 31
hverju sinni að setja tímamörk. Þannig telur hann að fyllilega sé hægt að færa fram rök fyrir því að binda upphaf samtímasögu við ártölin 1945, 1939, 1917, 1898 eða 1890 allt eftir viðfangsefninu og færir Barraclough fram skemmtileg rök til að réttlæta allar þessar tímasetningar og bendir á mikilvægi hverrar sem tímamóta í veraldarsögunni. En hvar er þá eðlilegt að setja mörkin fyrir samtímasögu á Islandi? Hér á landi hlýmr viðfangsefnið að ráða miklu um, hvar mörkin eru sett. Þannig er eðlilegt að álykta sem svo, að sagnfræðingur er leggur stund á rannsókn á samskiptum íslendinga við vest- tænar þjóðir og kannar stöðu landsins í al- þjóðamálum; hann hlýtur að velja 10. maí 1940 sem tímamót, þ.e. hernám Islands. Sá sem rannsakar íslenska stjórnmálaþró- un, flokkakerfið eða stjórnskipan yrði að setja tímamörkin við 1916—18 er flokka- kerfið og stjórnmálabaráttan tekur fyrst og fremst mið af stétta'baráttu í stað sjálf- stæðisbaráttunnar við dani. Stofnun Alþýðu- og Framsóknarflokks 1916 og fullveldið 1. des. 1918 marka þar ótvíræð tímamót og heimsstyrjöldin fyrri færir Island af viðskipta- svæði dana inn á yfirráðasvæði breska ljóns- ins. Sá sem kannar þróun verkalýðshreyfing- arinnar myndi líklega einnig setja mörkin við stofnun heildarsamtaka verkalýðsins árið 1916 þ.e. við stofnun ASI. En vera kann að ýmsir kysu fremur að leita allt til land- náms auðvaldsskipulagsins á Islandi á síð- asta áratug 19. aldarinnar. En einnig mætti setja mörkin við lífskjarabyltinguna 1942 og skipulagsbreytingu þá, er ASI var gert að hreinu verkalýðssambandi. Þannig hljóta viðfangsefnin að ráða miklu um val, en þó hallast ég að því að flest rök mæli með því að telja upphaf íslenskrar samtímasögu vera bundið lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar, enda er tímabilið eftir 1916 lítt rannsakað af sagnfrasðingum, en væntanlega munu millistríðsárin og fimmti áratugurinn verða næsta „tískutímabil” í útgáfu sagnfræðirita. Að undanförnu hafa birst ýmis teikn er benda til þess. NÝTT EFNISVAL Allt frá 1961 er bók Kristjáns Alberts- sonar um Hannes Hafstein kom út og fram á miðjan þennan áramg hafa atburðir og persónur landshöfðingja- og heimastjórnar- tímabilsins skipað öndvegi í útgáfu sagn- fræðirita. Það hefur löngum loðað við ís- lenska sagnfræðinga, að þeir kjósa fremur að skrifa persónusögu en vfirlitsrit um ákveðin tímabil. Kannski ræður útgáfumöguleiki og markaðssjónarmið einb.verju í þessu efni. Eina yfirlitsritið er tekur heillega á söguþróuninni eftir 1904 er ágripskennd kennslubók Heim- is Þorleifssonar, „Frá einveldi til lýðveldis” (1830—1971). Einnig mætti nefna yfirlits- rit Agnars Kl. Jónssonar um: „Stjórnarráð Islands 1904—61”. En er von til þess, að einhver breyting verði á þessu og persónu- sagan víki eitthvað til hliðar með nýju efn- isvali? Eg tel, að þegar sagnfræðingar fara að sinna meira tímabilinu eftir 1916, þá inuni einstakir merkisatburðir og hreyfingar vega þyngra en persónusagan. Þó er rétt að taka það fram, að í okkar litla samfélagi hlýmr hlumr einstaklingsins í söguþróuninni að vera gildari en út í hinum stóra heimi (hvað sem marxísk söguskoðun segir!) og því munu íslenskir sagnfræðingar um ókomin ár enn verða iðnir við persónusagnfræði! Sögufélagið, sem í ár verður 75 ára, boð- ar með tímaritinu Sögu 1976 er út kom um s.l. áramót viss þáttaskil í íslenskri sagn- fræði. Nú var þetta ársrit að mestu leyti helgað 20. aldar sögu. Ég held að hér hafi 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.