Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 34
partment of State Records, en tvennt það síð- astnefnda hefur Þór kannað fyrir vestan haf og í London. Er einkar fróðlegt að sjá þær tilvitnanir sem hann birtir í skýrslur banda- ríska sendiherrans á Islandi til yfirboðara sinna í Washington. Sá galli er þó á grein- inni að fram kemur takmörkuð heimilda- gagnrýni hjá Þór. Hann setur ekki fram nein- ar kenningar um áreiðanleik þessara skýrslna sem heimilda, né hvaða úrvinnslureglum hann hafi fylgt. Hann lætur skýrslurnar mik- ið „tala sjálfar", en væntanlega birtist ein- hver nánari heimildarýni í heildarverkinu. Nokkuð finnst mér Þór Whitehead taka gagnrýnislaust bandarískum lýsingum á upp- hafi kalda stríðsins er hann lýsir stöðunni í alþjóðamálum í stríðslok. Virðist hann alls ekki þekkja til þess endurmats sem fram hef- ur komið á seinni árum hjá virtum sagnfræð- ingum og sérfræðingum í alþjóðamálum. Þó er Þór ólíkt óháðari Natóáróðrinum, en Bald- ur Guðlaugsson í bókinni um aðdraganda 30. mars. En Þór kemst svo að orði um bakgrunn- inn fyrir herstöðvaáætlun yfirherráðs Banda- ríkjanna: „Tilkoma kjarnorkusprengjunnar í ágúst 1945 styrkti þann ásetning bandarikjamanna að afla sér herstöðva á Islandi. Talið var, að í kjarnorkustyrjöld yrðu aðalvígtólin langfleygar sprengjuflugvélar, er þytu stystu leið heimsálfanna á milli. Flugstöðvar á norðurleiðinni, einkum Keflavík, höfðu því öðlast stóraukið gildi fyrir sóknar- og varnarmátt Banda- ríkjanna. Haustið 1945 fóru samskipti stórveldanna að taka á sig nýja mynd. Framferði Sovétríkjanna í Austur-Evrópu sannfærði Truman forseta um að Stalín væri ófús til samvinnu, en ræki eigin heims- valdastefnu. Þær vonir, sem Bandaríkin höfðu bundið við Sameinuðu þjóðirnar, dvínuðu og risa- veldin tvö gerðust vantrúuð á lifsmöguleika al- þjóðlega öryggiskerfisins, er byggjast átti á gagn- kvæmu trausti. Truman-stjórnin sneri sér jafnframt að því að aftra frekari útþenslu Sovétríkjanna, ma. á þann hátt að fylla valdatómið, sem heimsstyrj- öldin hafði skapað í norðurálfu. Til að vega upp á móti hinum óvíga rauða her i hjarta álfunnar, reiddu bandarikjamenn sig á yfirburði flota- og flughers búins kjarnorkuvopnum. Landherinn var hins vegar að mestu leystur upp og ætlunin að halda einungis úti málamyndaliðsafla á meginlandi Evrópu. Utanríkis- og hervarnarstefna af þessu tagi krafðist herstöðva I útjaðri hugsanlegs stríðsvett- vangs. Herstöðvaáætlunin frá 1945 sýnir, að yfir- herráðið leit á Island, Grænland og Asoreyjar sem hvílipunkta, er hernaðarlegri vogarstöng Bandarikj- anna var ætlað að styðjast við til varnar Vestur- Evrópu. Samkvæmt áætluninni átti Island að verða fremsta útvirki Bandaríkjanna gagnvart Sovétríkj- unum og hermálaráðuneytið lagði drög að því, að Keflavík yrði stökkpallur sprengjuflugvéla til árása á „skotmörk hvar sem er I Evrópu og Vestur- Asíu". Eins og yfirherráðið staðfesti, hafði Island, ásamt áðurnefndum eyjum, úrslitaþýðingu fyrir her- stöðvaáætlunina og þar með heildarstefnu Trumans I hermálum." Aftur á móti hikar hann ekki við að segja að hermálaráðuneytið hafi „lagt drög að því að Keflavík yrði stökkpallur sprengiflugvéla til árása", en slíkt orðalag hefði einhvern tíman þótt hinn argasti kommúnistaáróður. Hvað mesta athygli hefur vakið í grein Þórs, hve berlega kemur í ljós bein afskipti bandaríska sendiherrans af íslenskum stjórn- málum. Þannig sýnir Þór vel fram á, hve handgengnir sumir íslenskir stjórnmálamenn voru Dreyfusi sendiherra og afhjúpuð er íhlutun hans í íslensk innanríkismál. Hefðu ýmsir svarið fyrir að slík afskipti ættu sér stað hér. Ljóst er, að hér hegða bandarískir sendiherrar sér næstum eins og í rómönsku- Ameríku. Eftirfarandi lýsing í ritgerð Þórs er dæmigerð um „hina bandarísku hirðmenn" Dreyfusar: „Meðan Ólafur Thors hamaðist við að fjarlægja þann fleyg, sem lagt hafði verið I nýsköpunarstjórn- ina, streittust aðrir I andstæða átt. Var þar fremst- ur I flokki Vilhjálmur Þór, bankastjóri Landsbank- ans. Heimildir eru fyrir þvl, að þá um sumarið sóttist Vilhjálmur eftir samneyti við Dreyfus og 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.