Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 56

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 56
höfðu með tilkomu kjarnorkusprengjunnar, tíundar hins vegar samviskusamlega fjölda manna I herliði Bandaríkjanna og Sovétríkjanna: Þeir fyrrnefndu höfðu 1,4 miljónir manna undir járnum, en sovéskir á sama tíma 4—5 miljónir — en þess er semsé hvergi getið hvílikan ægishjálm bandaríkjamenn báru yfir allan heiminn hernaðarlega á þessum árum vegna sprengjunnar. Niðurstaða BG varðandi aðdraganda og upphafi kalda stríðsins er þessi: ,,Þau viðbrögð og varnarbúnaður sem lýst er I þessari bók komu til í sjálfsvarnarskyni." Þessi tugga úr leiðurum Mbl. er gamall kunningi, en það er athyglisvert að hún skuli enn borin fram fyrir alþjóð árið 1976, nærri 30 árum eftir inngöngu Islands í Atlanshafsbandalagið og það af heldur ungum manni. Má það furðulegt heita að starfs- menn Vinnuveitendasambandsins — jafnvel þeir — skuli hvergi hafa heyrt né séð að eftir að kaldastríðið komst í algleyming var það þeinlinis stefna bandarikjastjórnar að króa Sovétrikin inni, að þrengja svo að þeim að þau væru dæmd til þess að brotna niður. Um þessar staðreyndir hefur komið út mikill fjöldi bóka, sjálfsagt þúsundir, meðal annars eftir þekkta bandaríska stjórnmála- menn þeirra tíma sem hér eru á dagskrá. I eina skiptið sem BG setur kjarnorkuyfirburði banda- ríkjamenn í eitthvert samhengi gerist það á þennan hátt: „Tilkoma kjarnorkusprengjunnar í ágúst 1945, yfirgangur Sovétríkjanna í Austur- Evrópu og minnkandi vonir um árangur af alþjóð- legu öryggiskerfi styrktu enn þann ásetning banda- rikjamanna að afla sér (sic!) herstöðva á Islandi." Er þetta mér vitanlega í fyrsta sinn sem það er reynt að sýna fram á að tilkoma kjarnorkusprengj- unnar hafi styrkt þann ásetning þandaríkjamanna að „afla sér herstöðva" á Islandi. Nema þær her- stöðvar hafi beinlínis átt að verða til árása. Og það hefur satt að segja mörgum komið til hugar. I bókinni rekur BG allheiðarlega grein Þórs Whitehead í Skírni þá sem frægust varð sl. haust. Er hann rekur þá grein kemur ma. fram eftirfarandi tilvitnun: „Herstöðvaáætlunin frá 1945 sýnir að yfirher- ráðið leit á fsland, Grænland og Azoreyjar sem hvilipunkta, er hernaðarlegri vogarstöng Banda- ríkjamanna var ætlað að styðjast við til varnar Vestur-Evrópu. Samkvæmt áætluninni átti Island að verða fremsta útvirki Bandarikjanna gagnvart Sovétrikjunum og hermálaráðuneytið lagði drög að því að Keflavík yrði stökkpallur sprengjuflugvéla til árása á „skotmörk hvar sem er í Evrópu og Vestur-Asiu." Eins og yfirherráðið staðfesti, hafði island, ásamt áðurnefndum eyjum úrslitaþýðingu fyrir herstöðvaáætlun og þar með heildarstefnu Trumans í hermálum." Hér þarf ekki að tala skýrar um árásarstefnu bandarikjastjórnar; tilgangurinn með herstöð á Is- landi var að gera árásir, ekki aðeins á Sovétrikin, heldur einnig og ekki siður á Vestur-Evrópu því að þá — 1945 — óttaðist bandarikjastjórn meira en allt annað að róttækar stjórnir kæmust til valda í ríkjum Vestur-Evrópu. BANDARÍSKT GULL BG gerir nokkra grein fyrir Marshallaðstoðinni í bókarhluta sínum. Um hinn alþjóðlega þátt þeirra mála verður ekki fjallað hér, en þar um mætti rita langt mál. Hér skal aðeins vitnað til ræðu sem Einar Olgeirsson hélt um Marshallsamninginn á alþingi, en Einar sagði (tilvitnun eftir BG bls. 29): „Hvað mundi koma næst á Islandi, þegar við þiggjum slíkar gjafir með því hugarfari, sem rikis- stjórnin vill skapa hjá þjóðinni? Ég er hræddur um að það komi dálítið ákveðnari kröfur um herstöðvar og enn þá hatrammari framkvæmdir Ameríkumönn- um i vil en þegar er orðið. Einn af samflokks- mönnum hæstvirts forsætisráðherra lýsti í fyrra sinum vilja og hans, nefnilega andstöðu sinni gegn því að segja upp flugvallasamningnum. Og við getum gert okkur I hugarlund, hvert verður svar þeirra manna í framtíðinni, sem nú búa íslensku þjóðina undir að þiggja gjafir. Ætli maður heyri þá ekki talað um móðgun og óvináttu við Banda- ríkin, þessa góðu þjóð, sem gefur góðar gjafir, ef við ætlum að dirfast að segja upp svona samningi eða yfirleitt viðhafa einarðlegri framkvæmdir en við höfum hingað til gert gagnvart Ameríkumönn- um? Nei, það á að beita okkur diplómatískum brögðum, þangað til við sættum okkur við ekki aðeins að segja ekki samningnum upp, heldur líka förum að ganga inn á enn þá meiri samninga." I þessari tilvitnun kemur vel fram viðhorf sósíal- ista til samningsins um Marshallaðstoðina og hversu framsýnir sósíalistar voru. BG lætur nokkra menn sverja það af sér að nokkrir viðskiptahagsmunir hafi verið í húfi í tengsl- um við aðildina að Nató! Þessar tilraunir BG eru þeim mun aumkunarverðari sem menn eru nú 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.