Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 2

Réttur - 01.01.1978, Side 2
sala og hvers konar braski og óreiðu, til þess að sem flestir fái í skjóli flokka sinna að lifa sníkjulífi á vinnu almennings. Og burgeisastéttin hér er sú eina í Evrópu sem hefur hag af því að fella í sífellu gjaldeyri lands síns, af því hún á ekki bankana, heldur á ríkið þá, og almenningur spariféð, svo burgeisarnir láta lána sér hvort tveggja í stór- um stíl og fella svo krónuna í verði: 20-falt á 40 árum, ræna þannig í senn kaupgjaldinu af verkalýð, lækka raungildi lána sinna og hækka verð eigna sinna. Það verður því ekkert ráðið við efnahagsöngþveitið, skuldasúpuna og óreiðuna alla, sem afturhaldsstjórnir hafa steypt íslandi í, nema starfandi stéttir íslands sjálfar taki við stjórninni, helzt í samstarfi við þá atvinnurek- endur íslensks framleiðslulífs, sem hefðu hug og þor til að hreinsa til í óskapnaðinum, sem sú yfirbygging er orðin, er á alþýðu hvílir, og ekki síst að létta fargi braskaravaldsins af herðum alþýðu - og skipuleggja íslenskt framleiðslulíf af viti - við gætum þar m. a. lært af Færeyingum, sem áður litu upp til okkar, er nýsköpun atvinnulífsins hófst. Það eru hinar fínu afætur og rándýru ómagar, sem mergsjúga íslenskt atvinnulíf, en ekki sú alþýða, sem með vinnu sinni og endalausum þrældómi heldur því gangandi, hvern- ig sem af henni er rænt. Það er slík róttæk alþýðustjórn ein - sem í samstarfi við ábyrgustu menn annarra stétta - getur forðað íslandi frá því að lenda - eftir endalausar gengislækkanir og skuldasafnanir - á ameríska hreppinn: bjargað sjálf- stæði íslands um leið og alþýðan bjargar sjálfri sér og tryggir sér mann- sæmandi lífsafkomu án endalauss yfirvinnuþrældóms. Það eru að verða síðustu forvöð að því sjálfstæði verði bjargað, bæði hvað efnahag og hernám snertir. Það fjölgar nú óðum þeim staurblindu peningadýrkendum í burgeisastétt og liði hennar, sem finnst of lítið upp úr því að hafa að láta Sam frænda nauðga Fjallkonunni* - og mola hrjóta af borðum hans til einhverra sameinaðra verktaka stjórnarflokkanna, en syngja frelsinu og vestrænu lýðræði hosianna á meðan. Þeir heimta nú leigu á Fjallkonunni til langs tíma, fyrir þúsundir milljóna beinharðra dollara - eða jafnvel gulltryggðra marka, af því dollarinn sé sífellt að falla í verði. Það er þung ábyrgð, sem hvílir á hverjum vinnandi og hugsandi íslend- ingi, þegar hann hefur tækifæri til að beita kjörseðlinum sem beittasta vopninu í stéttabaráttu alþýðunnar og frelsisbaráttu þjóðarinnar í vor og sumar. -k „Réttur neyðist nú til þess að hækka árgjaldið upp í 3000 kr. vegna hinnar sívaxandi dýrtíðar. Þó getur það námsfólk, er þess óskar, fengið hann áfram á gamla árgjaldinu, 2000 kr. * Hér er stuðst við líkingu Þorbergs í ,,Á tólftu stundu" 1945; tilvitnun prentuð í „Neist- um“ Réttar 1974, bls. 256.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.