Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 3

Réttur - 01.01.1978, Page 3
Hin póhtíska niðurstaða „Það er fráleitt að launafólk kasti atkvæði sínu á stjórnarflokkana eftir það sem á undan er gengið“ Samtal „Réttarcc við Benedikt Davíðsson og Eðvarð Sigurðsson KaupránsaSgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa það í för með sér að launamenn tapa 5—6 vikna kaupi á einu ári: í liðlega einn mán- uð eiga verkamenn að vinna kauplaust fyrir Geir Hallgrímsson og Ólaf Jóhannesson. Tekjutrygging aldraðra skerðist um 90.000 kr. á ári, þannig að þeir sem allra erfiðast eiga verða einnig fyrir árásum ríkisvalds auðstéttarinnar. I. og 2. mars efndi verkalýðshreyfingin til víðtækra mótmæla vegna aðgerða rík- isstjórnarinnar. Þátttaka í aðgerðunum var geysimikil - um 30.000 manns tóku þátt í aðgerðunum. Alþýðusamband ís- lands, Bandalag háskólamanna og Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja stóðu sam- an að mótmælunum, en ásamt þeim tóku Bandalag háskólamanna, Farmanna- og fiskimannasamband íslands og Samband íslenskra bankamanna þátt í undirbún- ingi aðgerðanna. Til þess að fjalla um þessar aðgerðir, lærdóminn af þeim, horfurnar framund- an og pólitíska og faglega baráttu verka- lýðsins ræddi Réttur við Benedikt Da- víðsson, jormann Sambands bygginga- manna, og Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Við- talið var skráð 17. mars. Fyrst ræddu þeir um aðgerðirnar 1. og 2. mars: Benedikt: Það verður ekki annað sagt en að aðgerðirnar hafi tekist mjög vel og 3

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.