Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 5

Réttur - 01.01.1978, Page 5
ESvarð SigurSsson og Benedikt DaviSsson. fanga með þessari aðgerð - mótmælin voru aðeins þáttur í því sem gera verður þegar þannig stendur á. Sú einstæða and- úð á kjaraskerðingarlögunum sem þarna birtist með verkfalli af þessi tagi á áreið- anlega eftir að skila árangri og spara marga verkfallsdaga i framtiðinni. Ég er viss um að stjórnarvöld og atvinnurek- endur munu hugsa sig vel um áður en gripið verður til þess aftur að rifta gerð- um kjarasamningum með þessum hætti. Benedikt: Það er rétt að leggja á það áherslu að þrátt fyrir það að verkfallið var yfirleitt á ábyrgð og samkvæmt á- kvörðunum einstaklinganna varð þátt- takan mjög góð. Launamenn ákváðu þannig liver og einn að standa að þessari aðvörun til stjórnarvalda sem maður verður að leyfa sér að vona að skynsamir stjórnendur taki mark á. Fólkið er greini- lega staðráðið í að sækja rétt sinn af full- um þunga. Þátttakan í aðgerðunum sýn- ir hvers má vænta þegar til úrslitaorrust- unnar kemur. Ég tek undir það með Eð- varð, að það hefði vafalaust verið að ýmsu leyti auðveldara að hafa sömu að- ferðina og Dagsbrún og félögin hefðu boðað til verkfallsins, en einmitt þátt- 5

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.