Réttur


Réttur - 01.01.1978, Qupperneq 6

Réttur - 01.01.1978, Qupperneq 6
takan í aðgerðum með þessum hætti sýn- ir vel hve fólk leggur mikla áherslu á að það er staðráðið í að sækja fram til sig- urs. Því er mjög á lofti haldið að þátttakan hafi verið mikil hér í Reykjavík. Það er rétt, en við megum ekki gleyma því að þátttakan var einnig mjög mikil víða úti á lancli, á nokkrum stöðum var um al- gera vinnustöðvun að ræða. Það er frek- ar óvenjulegt að slíkt takist á 1. og 2. degi slíkra aðgerða, en í þetta sinn tókst semsé að stilla alla þætti mjög vel saman. Vilji verkalýðshreyfingarinnar og allra samtaka launafólks til þess að brjóta hin hróplegu rangindi á bak aftur er því greinilega í hámarki. Og menn skulu gera sér ljóst að baráttan getnr brotist út með einbeiltum aðgerðum af margvis- legu tagi. Eðvarð: Það ber einmitt þannig upp á, að þú ræðir við okkur á sama degi og hafnarverkamenn í Reykjavík efna til tveggja tíma vinnustöðvunar. Með þeim tókst frábær samstaða sem náði til allra fyrirtækja við höfnina í Reykjavík. Verkamennirnir komu til vinnu klukk- an átta í morgun, en höfðust ekki að heldur biðu í kaffistofunni til klukkan 10. Með þessari aðgerð voru hafnarverka- menn að undirstrika mótmæli sín við kjaraskerðingarlögunum; í dag voru þeir að fá fyrstu vikuna greidda á hinu skerta kaupi. Þeir fengu aðeins sem svaraði til 38 klukkustunda launa miðað við samn- ingana sem verkalýðshreyfingin fékk fram í fyrrasumar - þarna vantaði semsé tvo tíma upp á og verkamennirnir hvíldu sig bara í tvo tíma í staðinn! Aðgerð hafnarverkamanna sjálfra er aðeins dœmi um það sem getur gerst hér og þar og að- gerðin sýnir lika hve nauðsynlegt það er að verkafólkið sjálft á vinnustöðunum sé vel vakandi fyrir þeim möguleikum sem hver og einn hefur til að láta til sin taka i verlii. Nú eftir 1. apríl renna samningarnir út og þá geta samtökin að sjálfsögðu boð- að til vinnustöðvunar með venjulegum hætti. Hvernig því verður háttað er ekki Ijóst núna, en aðgerðir geta brotist út hvar sem er og hvenær sem er. Benedikt: Framhaldsaðgerðir verða vitanlega byggðar á því hve vel aðgerð- irnar tókust 1. og 2. mars. í sambandi við þær aðgerðir vil ég aðeins geta þess að forsendur þess hve vel tókst til var hin breiða samstaða samtakanna sjálfra, þar sem, auk ASI-félaganna, komu við sögu félagsmenn BSRB og BHM, og FFSÍ og Samband bankamanna stóðu einnig að undirbúningsaðgerðum. Menn skynjuðu vel í þessum aðgerð- um að samningarnir eru sameiginlegir og vandi eins verður ekki leystur án þess að vandi heildarinnar verði leystur jafn- framt. Það er ákaflega mikilsvert að rækja þessa samstöðu sem best þannig að þræð- irnir myndi órofa heild; það er vissulega mikið starf til dæmis að lialda stöðugt stóra 15-20 manna nefndafundi, en þetta mikla starf skilar sér áreiðanlega þegar fram í sækir. R.: Af þessu verkfalli verða ekki ein- göngu dregnar faglegar ályktanir - held- ur einnig og ekki síður pólitískar. Eðvarð: Það er rétt. Hér er um j)óli- tíska aðgerð að rceða af hálfu rikisvalds- ins til að skerða samninga sem verkalýðs- hreyfingin hefur gert i fyllsta samrœmi við leikreglur hins frjálsa samningsrétt- ar. Andsvar launafólksins við þessum á- rásum rikisvaldsins sýnir faglegan styrk 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.