Réttur


Réttur - 01.01.1978, Síða 16

Réttur - 01.01.1978, Síða 16
falin í húsi okkar og vorum við sífellt á verði. Um það bil 50 metrum frá þessu Jiatri gekk daglegt líf okkar sinn gang. Móðir mín sem hafði orlof frá kennslustarfi sínu, gætti yngra bróður míns, Benny, meðan hún beið þess að verða léttari að systur minni, Faníu. Á hverjum morgni ók faðir minn í gulrauða bílnum Lil ben- sínsölunnar sinnar eftir að liafa skilið mig eftir í leikskólanum. Við hliðina á leikskólanum var barnaspítali, gamalt timburhús, þar sem ég hafði fæðst. Ég var heilluð af hvítklæddu starfsfólkinu og reyndi að eyða meiri tíma á spítalan- um en í leikskólanum. Ég hafði ákveðið að verða læknir — barnalæknir. Stuttu eftir að við fluttum byrjaði hvíta fólkið að flytja burtu úr hverfinu og svartar fjölskyldur byrjuðu að kaupa þar gömul hús og reisa ný. Svartur prest- ur og eiginkona lians, fjölskyldan Deya- bert, fóru ylir landamæri hvíta svæðisins og keyptu hús við hliðina á fjölskyld- unni Montee, fólksins með hatursfulla augnaráðið. I>að var kvöld eitt vorið 1949. Ég var inni í baðherbergi að þvo hvítu hárborð- ana mína, áður en ég átti að halda í sunnudagaskólann næsta morgun, þegar sprenging varð svo húsið nötraði og skalf. Sprengingin var hundrað sinnum sterk- ari en hin ógnarlegasta þruma. Lyfjaglös duttu úr hillunum og sundruðust um- iiverfis mig. I>að var eins og gólfið hyrfi undan fótum mínum er ég þaut inn í eld- hús til skelfdrar móður minnar. Hópar reiðs þeldökks fólks komu upp hæðina, stóðu okkar megin og störðu á sprengdar rústir þess sem eitt sinn liafði verið hús Deyaberts fjölskyldunnar. Langt fram á nótt var talað um dauðann, um hvítt hatur, dauðann, hvítt fólk og meiri dauða. En fólkið sagði ekkert um sinn eiginn ótta. Augsýnilega var liann ekki til því að svartar fjölskyldur héldu áfram að flytja upp á hæðina. Sprengju- tilræðin urðu svo mörg að hverfið okkar varð þekkt undir nafninu dýnamít-hæð- in. Eftir því sem ofbeldi jókst í umhverfi okkar varð foreldrum mínum mikilvæg- ara að ég — lrumburður þeirra — lærði að barátta hvítra við svarta væri ekki náttúrulögmál. Þvert á móti sagði móðir mín alltaf að guð hefði skapað kærleik- ann og hatur hinna hvítu væri livorki eðlilegt né eilíft. Hún vissi að þegar ég svaraði í símann og kallaði á hana: Mamma, það er hvít darna sem vill tala við þig, þá lýsti ég meiru en því hvernig viðkomandi dró seiminn. í livert sinn er ég sagði ‘hvít dama’ eða ‘hvítur maður’ voru orð mín reiði blandin. Mamma reyndi að uppræta reiði mína með j)ví að tala við mig af skynsemi. Hún sagði mér frá livítu fólki sem hún hafði Jrekkt og hafði af alvöru reynt að bæta samskipti kynþáttanna. Þótt hún hefði alist upp í Alabama hafði hún á námsferli sínum tekið þátt í aðgerðum á móti kynþátta- misrétti. Hún hafði unnið að frelsun Scottsboroughdrengjanna sem urðu fyrir réttarofsóknum á áratugnum 1930—’40. Þá höfðu hvítir menn — nokkrir þeirra kommúnistar — tekið jrátt í jreirri bar- áttu. Með virkri baráttu hafði lnin lært að hvíta manninum var mögulegt að hefja sig upp yfir hörundslit sinn og hegða sér á réttsýnan og mannlegan hátt. Hún reyndi ákaft að fá litlu stúlkuna sína — sem var svo full haturs og ringluð — að meta hvíta manninn út frá jnoska- möguleikum Jians en ekki svo mjög út 10

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.