Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 26

Réttur - 01.01.1978, Page 26
stjórnvalda til að rifta umsömdum kjarasamn- ingum með lagaboði. Viðreisnarstjórnin fór þessa leið æ ofan í æ, og núverandi stjórn hefur fetað dyggilega í fótspor hennar. Af þessu hefur leitt, að launamenn í þessu landi hafa langtímum saman átt i stríði við fjand- samlegt ríkisvald auðstéttarinnar. Það liggur í hlutarins eðli, að verkalýðssamtökin hljóta í slíkri baráttu að kosta kapps um að koma fram sem ein heild. í öðru lagi má benda á þá staðreynd, að ríkisstjórnir á hverjum tíma hafa nú um skeið komið talsvert við sögu í kjarasamn- ingum verkalýðssamtakanna við atvinnurek- endur, auk þess sem verkalýðssamtökin hafa haft uppi ýmsar pólitískar kröfur á hendur stjórnvöldum. Að mínum dómi er þessi þróun í átt til aukinnar hlutdeildar og ihlutunar rík- isvaldsins um gerð kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði varhugaverð. Hún býður þeirri hættu heim, að hinn frjálsi samn- ings- og verkfallsréttur verði nafnið tómt, auk þess sem reynslan hefur sýnt, að atvinnurek- endur skríða jafnan undir pilsfald ríkisstjórn- arinnar og vilja helzt ekki róta sér þaðan. Til réttlætingar því, að verkalýðssamtökin eigi viðræður og geri samninga við ríkisvaldið í tengslum við kjarasamninga, má einkum benda á, að samtökin megi einskis láta ófreist- að til að bæta kjör og tryggja rétt meðlima sinna. Ef sú leið er valin, að hafa uppi ákveðn- ar kröfur um pólitískar ráðstafanir af hálfu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga, er vandséð, að annar aðili en heildarsamtökin geti þar komið fram sem viðræðu- og samn- ingsaðili gagnvart ríkisstjórninni. Um hitt má svo aftur spyrja, hvers vegna verkalýðssam- tökin geri ekki miklu meira að því að leggja fram mótaðar hugmyndir um úrbætur og breytingar í efnahags-, atvinnu- og félagsmál- um utan þess tíma þegar beinir samningar standa yfir? Þriðja atriðið, sem ótvírætt hefur orkað í þá átt að ýta undir gerð heildarsamninga, cr uppbygging samtaka atvinnurekenda, þar sem framfylgt er algerri miðstýringu og reynt að svínbeygja alla atvinnurekendur undir for- ræði fámenns forystuhóps í Reykjavík, hvað sem líður öllum aðstæðum og afkomu ein- stakra fyrirtækja. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að horfa algerlega framhjá þessu skipu- lagi atvinnurekendasamtakanna og þeim starfsháttum, sem þar tíðkast, en verkalýðs- hreyfingin verður þó að gæta þess vandlega að leyfa aldrei stéttarandstæðingnum að á- kveða leikreglur stéttabaráttunnar fyrir sig. Niðurstaða þess, sem þetta ritar, varðandi spurninguna um heildarsamninga og stór samflot, er, að sú aðferð við samningsgerð sé hvorki góð né ill í sjálfu sér, heldur skipti höfuðmáli, hvernig á málum er haldið í reynd. Ákvörðun um framgangsmáta við samnings- gerð verður að taka hverju sinni í samræmi við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru. Verði leið heildarsamninga valin, þarf að gæta nokkurra atriða. Kröfur verður að móta með víðtækri lýðræðislegri umræðu. Hafa ber á oddinum fáar, en einfaldar og skýrar megin- kröfur. Tryggja þarf órofa samstöðu innan samtakanna, bæði um kröfurnar sjálfar og baráttuaðferðir, áður en látið er til skarar skríða. Siðast en ekki sízt verður að tryggja, að haft sé fullt samráð við almenna félags- menn, meðan á viðræðum stendur. 2) Manni verður stundum á að hugsa sem svo, að barátta sósíalista og annarra verka- lýðssinna fyrir bættum kjörum og breyttu þjóðfélagi hafi að sumu leyti verið auðveld- ari áður fyrr, þegar fátækt og misrétti blasti hvarvetna við, og var sem talandi tákn um rangsleitni ríkjandi þj óðskipulags. Það er ef- laust rétt, að það mikla djúp, sem hér var staðfest milli ríkra og snauðra, hið grímu- lausa og augljósa arðrán, sem hvarvetna gat 26

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.