Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 30

Réttur - 01.01.1978, Page 30
EINAR OLGEIRSSON: Fyrir 40 árum ARSFJORÐUNGUR OFSTÆKIS OG SORGLEIKS Rifjað upp, þegar ofstækisfullir foringjar hægra arms Alþýðu- flokksins rufu þá einingu, er á komst í janúar 1938 - og hvernig 7 hægri kratar ráku síðan Héðin Valdimarsson, varaforseta flokksins og sjálft alþýðuflokksfélagið í Reykjavík úr Alþýðu- flokknum. Það var atburðaríkur ársfjórðungur í sögu verkalýðshreyfingarinnar í janúar til mars 1938 og örlagaríkur fyrir alla þróun hennar síðan. I í janúar 1938 náði sú einingaralda, er reis í verklýðshreyfingunni eftir kosn- ingasigur Kommúnistaflokksins 1937, hámarki sínu um land allt. Verklýðs- flokkarnir, Alþýðuflokkurinn og Komm- unistaflokkurinn, höfðu víðast hvar á landinu sameiginlega lista í bæjarstjóm- arkosningum, er þá fóru fram, og unnu víðast hvar vel á, tóku meirihluta á Siglu- firði, ísafirði, Norðfirði, í Hafnarfirði og víðar, enda voru þar engin svik í tafli. í Reykjavík hafði fulltrúaráð verklýðs- félaganna, sem var hið pólitíska fulltrúa- ráð Alþýðuflokksins um leið, samþykkt sameiginlegan lista með K. F. í. og gert samning um sameiginlega stefnu flokk- anna í bæjarstjórn Reykjavíkur. Voru vinstri Alþýðuflokksmenn í meirihluta í fulltrúaráðinu og þótt iiægri kratar væru andvígir þessari samvinnu, voru fulltrú- ar þeirra samt settir í sæti þau á listan- um, sem mest líkindi voru til að Alþýðu- flokkurinn fengi menn kosna, þ. e. í þrjú 30

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.