Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 35

Réttur - 01.01.1978, Page 35
næsta dag voru eins og venjulega bornar upp margar inntökubeiðnir, því að ör vöxtur var i félaginu. Mótmæltu hægri menn, að þær yrðu samþykktar, og sögðu, að innsækjendur vasru kommúnistar, sem engir þeirra voru, heldur höfðu þeir undirritað venjulegar flokksskuldbindingar. Voru inntökubeiðnir allar samþykktir. Fáir umsækjenda voru á fundinum, og þótt allir liefðu verið, hefði það ekki breytt úrslitum. Við formannskosningu heimtaði Haraldur síðan, að félagið kysi mig ekki formann og hótaði annars klofningi og kom með tillögu utn, að ég væri ekki kjörgengur, en fundar- tnenn vildu sjálfir ráða formannskjöri og þar sem Alþýðuflokkurinn í Reykjavík og þá sér- staklega áhugamennirnir voru aðallega sam- einingarmenn, var tillaga Haralds felld með 284 gegn 106 atkvæðum. Sigfús Sigurhjartar- son stýrði fundinum. Hægri menn höfðu þannig aðeins 106 atkvæði á fundinum þrátt fyrir allan undirbúning og smalamennsku, en sameiningarmenn, sem engan undirbúning höfðu haft annan en auglýsa fundinn, höfðu nær 300 atkvæði. Þegar úrslit um tillögu Har- alds voru kunn, stóð hann upp og mælti „for- ingja“-lega: „Eg vil að menn skipi sér í sveit- ir um þessi mál,“ og gekk síðan með liði sínu af fundi, en ég var kosinn formaður með 294 atkvæðum. Haraldur stofnaði svonefnt Al- þýðuflokksfélag Reykjavíkur, sem skuldbatt sig til að lúta stjórn hægri manna. Var Jafn- 35

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.