Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 36

Réttur - 01.01.1978, Side 36
aðarmannafélag Reykjavíkur, hinn skipulagði Alþýðuflokkur í Reykjavík, þegar næsta dag rekið úr Alþýðuflokknum, með öllum með- limum sínum, fyrir að vilja sjálft ráða kosn- ingu formanns félagsins og halda sem fyrr fast við sameiningarstefnuna, en mótmæla lið- hlaupi meiri hluta sambandstjórnar yfir til Framsóknar. Gengu síðan tæplega 200 með- limir úr Jafnaðarmannafélaginu, og tók lang- an tíma að ná þeim, þótt hvers kyns vopn væru notuð af hálfu klofningsmanna, en eftir voru á 6. hundrað og bættist svo við meðlima- töluna á næstu fundum af Alþýðuflokksmönn- um, er áður voru ekki félagsbundnir, að félag- ið náði sömu meðlimatölu sem fyrr. Með þessu var hinn pólitíski Alþýðuflokkur klofinn, 7 menn úr sambandsstjórn höfðu eft- ir heilræðum Jónasar rekið 700 áhugamenn úr flokknum í höfuðstaðnum, minni-hluta- valdið reyndi enn að nota flokkstækin til að skapa sér meiri-hluta-vald með brottrekstr- um . ..“ Allan þennan tíma dundu yfir Héðin hinar ofsalegustu árásir í Alþýðublaðinu auk alls annars rógburðar annars staðar og var hann m. a. sakaður um það að til- gangur hans með því að berjast fyrir sameiningu verklýðsflokkanna væri sá einn að verða sjátfur formaður hins sam- einaða flokks. Út af þessum dylgjum gaf ég yfirlýs- ingu í „Þjóðviljanum“ 18. febrúar 1938. Þar stendur m. a. eftirfarandi: „Síðari hluta nóvembermánaðar skipuðu stjórnir Alþýðuflokks og Kommúnistaflokks undirnefndir til að athuga ýmisleg sérstök mál. Við Jón Baldvinsson áttum sæti í undir- nefnd, er fjallaði um starfsskiptingu í sam- einuðum flokki. - Spurði Jón m. a. um álit okkar á hver skyldi vera formaður hins sam- einaða flokks. Ég svaraði því að það væri álit okkar að heppilegast væri að hann eða Har- aldur Guðmundsson yrði það. Tók Jón því vel. Einar 01geirsson.“ Kvað ég því óþarfa fyrir andstæðinga sameiningarinnar að vera með dylgjur eða ósannindi um þetta mál. II Fyrri hluta jress ógæfuverks, sem hægri foringjar kratanna voru að vinna: Klofn- ingi Alþýðuflokksins, var nú svo langt komið að eigi varð aftur snúið. Enginn vafi er á, að Héðinn helur rétt að mæla, þegar hann ætlar Jónasi frá Hriflu mik- inn þátt í þessari klofningsstarfsemi. Jónas hafði allt frá 1934 óttast að Al- þýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkur- inn gæti farið að vinna saman og jafnvel sameinast algerlega — og orðið þar með til samans sterkari en Framsókn. I þing- kosningum 1933, 1934 og 1937 voru verklýðsflokkarnir samanlagt alltaf sterk- ari hlutfallslega, hvað atkvæðatölu snerti en Framsókn. (1933: Vklfl.: 19,5% + 7,5% = 27%, Frams. 23,9. / 1934: Vklfl. 21,7 + 6% = 27,7; Frams. 21,9%. - Var Alþýðuflokkurinn, sem hér er alltaf tal- inn fyrstur nokkurn veginn jafnsterkur Framsókn í atkvæðum 1934: A. 11.269, Fr. 11.377. - 1937: Vklfl. 19% + 8,5% = 27,5%; Fr. 24,9%). En Framsókn hafði alltaf miklu fleiri þingmenn, sök- um ranglátrar kjördæmaskiptingar. - Ennfremur mun Jónas hafa verið Al- þýðuflokknum mjög reiður, af jrví hann kenndi honum um að hann varð ekki ráðherra 1934 - og fékk ekki að vita að jrau ráð voru eigi síður runnin undan 36

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.