Réttur - 01.01.1978, Page 40
er Ku-Klux-Klan og slíkir réðust á þá, er
veittu negrunum aðstoð. í mars 1972 var
svo Ben Chavis, átta þeldökkir stúdenta-
leiðtogar og ein hvít kona tekin föst og
ákærð fyrir verknaði, sem þau höfðu alls
ekki framið. Þrjú Ijúgvitni, vesalingar,
sem lögreglan hafði á valdi sínu, báru
,,sakirnar“ á þau - en afturkölluðu öll
síðar meir framburð sinn og sögðu sann-
leikann um hótanir þær og mútur, er
lögreglan hafði beitt.
Á árunum 1976 og 1977 varð þetta
hneyksli opinbert í Bandaríkjunum. En
allt kom fyrir ekki. Skírskotun til stjórn-
arskrárinnar, Helsinki-sáttmálans, lof-
orða Carters forseta um mannréttindi -
áfrýjun til æðri dómstóla - ekkert hjálp-
aði gagnvart hinu gegnrotna „réttar-
kerfi“ Bandaríkjanna.
Séra Benjamín Chavis hefur lýst öllum
þeim misjjyrmingum, beitingu eiturlyfja,
raflosti og öðrum aðferðum, sem hann
persónulega hefur orðið vitni að, að
fangaverðir og lögregla beittu við fang-
ana, til joess að fá þá til að láta að vilja
sínum. Sjálfur fékk hann að kenna á að-
ferðunum:
18. mars 1976 var hann settur í járn-
hlekki í fangelsinu í Kaledoníu, af því
liann hafði lesið upp úr biblíunni fyrir
fangana og rætt við þá um mannréttindi
þeirra. Þá var honum hlekkjuðum varp-
að upp á vörubíl og keyrður í annað
fangelsi — og fékk ekki að snerta börn sín
og aðra, er heimsóttu hann, næstu þrjá
mánuði. I maí 1976 fór hann í föstu- og
hungurverkfall, sem stóð í 131 dag, til
jiess að mótmæla meðferðinni á „Wilm-
ington“-föngunum tíu og allri meðferð-
inni, er fangar sættu í fangelsunum.
Baráttan fyrir frelsun þessara tíu sak-
lausu fanga, sem kenndir eru við Wilm-
40
ington, stendur nú yfir. Margar nefndir
hafa verið myndaðar til að kynna al-
menningi ranglætið, sem þau eru beitt.
Ben Chavis lét blöðin fá lista yfir meir
en 100 pólitíska fanga í Bandaríkjunum
og sendi ennfremur Belgrad-ráðstefn-
unni ýtarlegar skýrslur og ákærur út af
hinum röngu dómum og meðferð fang-
anna.2
En það mun taka sinn tíma, eins og
forðum með Scottsboro-drengina, að fá
réttlætinu framgengt í Bandaríkjunum.
Carter forseti talar fagurlega um mann-
réttindi — sleppir því samt þegar hann
heimsækir blóðkeisarann í Iran — og lík-
lega biðst hann fyrir 25 sinnum á dag, en
síðan samjDykkir hann að auka herút-
gjöldin ,sem hann hét að skera niður.
Skyldi hann fara að slá Bretana iit í
hræsni, sem þeir hingað til höfðu þó
heimsmet í eins og Stephan G. lýsti best
í ,,Transvaal“?
SKÝRINGAR:
1 Sjá nánar í greininni „Bómsmorð amerískrar ald
ar“ í „Rétti" 1971, bls. 194-205.
2 Allnákvæma frásögn um „þau 10 frá Wilming-
ton“ er að finna í þýska blaðinu „Horizont" nr. 0
1978.