Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 44
Frá heimsókn ýmissa iræSimanna: 3. irá vinstri er A. A. Solowjew, afstoffarforstjóri stofnunarinnar í
Moskvu, sem viðtalið var við í „Rétti“ 1976 (bls. 183—188) og 4. frá vinstri er Heinz Voszke.
ýmsu deildir þess og starfsemi alla, er frú
Elisabel Ittershagen, sem sjálf hefur og
ritað hluta úr sögu DDR, sem stofnunin
vinnur að og gefur út. Fæst þessi stofnun
einnig við útgáfuna miklu og nýju á öll-
um ritum Marx og Engels: 100 binda út-
gáfuna, í samstarfi við M-L-stofnunina í
Moskvu. Þá er og samstarfið við hina
miklu útgáfustofnun Dietz Verlag, sent
oft hefur verið getið um hér, mjög náið.
Sérstakt minningarherbergi er í stofn-
uninni um Wilhelm Pieck, fyrsta forseta
Þýska Alþýðulýðveldisins og fyrsta for-
mann SED, ásamt Otto Grotewohl. Er
það vinnustofa hans, nákvæm eftirlíking,
eftir að hann varð forseti. — En Pieck var
einn nánasti samstarfsmaður Karls Lieb-
knecht og Rósu Luxemburg, tekinn fast-
ur með þeim, er þau voru myrt 15. jan-
úar 1919 og slapp með naumindum lífs
af.2
#
Það er íslenskum sósíalistum, ekki síst
þeim sem fást við sögu hreyfingar vorrar
og vilja halda uppi almennum alþjóðleg-
um samböndum við hinar ýmsu stofnan-
44