Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 45

Réttur - 01.01.1978, Page 45
ir og hreyfingar sósíalismans víða um lönd, gott að geta haft samband við slíka stofnun sem þessa í Berlín. Það var sú tíð að það rann brautryðj- anda sósíalismans á íslandi, Þorsteini Er- lingssyni, til rifja, hve fátækleg hin al- þjóðlegu sambönd íslensks verkalýðs voru, er hann skrifaði eftirfarandi orð út af andláti Bebels 13. ágúst 1913 í Verka- mannablaðið 13. sept. þ. á.: „Þegar fregnin um lát Bebels flaug út um heiminn 14. ágúst munu þeir hafa verið fremur fáir af verkamönnum og iðnaðarmönnum í borgum menningar- landanna, bæði í Norðurálfu og utan hennar, sem ekki skildu hver tíðindi það voru fyrir Jrá, nenta aðeins í höfuðborg Islands, Reykjavík." Vonandi kemur aldrei að því aftur að íslenskur verkalýður verðskuldi slíka gagnrýni. Síðustu hálfa öldina hefur lengst af verið mikið og frjótt samband íslenskrar verklýðshreyfingar og ekki síst hinna rót- tæku sósíalistísku llokka og verklýðs- hreyfingar Þýska Alþýðulýðveldisins, þótt stundum séu skiptar skoðanir um ýms mál og það mikilvæg. Efling marxismans er mjög brýn lyrir sósíalistíska hreyfingu íslands og í því efni geta góð sambönd við stofnun Marx- ismans-Leninismans í Berlín sem og við aðrar slíkar stofnanir bæði í löndum sós- íalismans og auðvaldsins orðið íslenskum sósíalistum að miklu gagni. — E. O. SKÝRINGAR: 1 Ýtarlega fnisögn um stofnun Marxismans-Lenin- ismans í Moskvu og fyrri samböiul fslensku hreyf- ingarinnar við hana, er að finna í „Rétti" 1976, bls. 183-188. 2 Frásögnina af þcssum atburði er að finna í grein- inni „f morðingja greipum" í „Rétti" 1974, bls. 29-31. 45

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.