Réttur


Réttur - 01.01.1978, Síða 48

Réttur - 01.01.1978, Síða 48
Betty Friedan. Simone de Beauvoir. Simone de Beauvoir er fædd í París árið 1908, og er komin af menntafólki. Faðir henn- ar var lögfræðingur. Hún stundaði nám við Sorbonne háskólann og lauk þaðan prófi í heimspeki árið 1929. Á árunum 1931—37 var hún menntaskólakennari í Marseilles og Rouen og árin 1938-43 stundaði hún kennslustörf í París. Á háskólaárunum kynntist hún franska rit- höfundinum og heimspekingnum Jean Paul Sartre, og síðan hafa leiðir þeirra legið sam- an bæði í einkalífi og í bókmenntalegu starfi. Á árunum eftir heimsstyrjöldina var Si- mone de Beauvoir ásamt Jean Paul Sartre í forystuliði franskra menntamanna, sem kennd- ir eru við existentialisma, og gáfu þau um ára- bil í sameiningu út bókmenntatímaritið „Les temps modernes“, Nútíminn. Eftir Simone de Beauvoir liggja fjölmörg ritverk, skáldsögur, leikrit, ritgerðir og heim- spekirit. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 1943, og árið 1954 hlaut hún Goncourt hók- menntaverðlaunin. Eitt þekktasta verk hennar er „Le deuxiéme sexe“, Hitt kynið, en sú bók kom út árið 1949 og hefur haft víðtæk og djúpstæð áhrif um heim allan. Seinasta bók, sem komið hefur frá hendi Simone de Beauvoir, er „La vieillesse“, Ellin, og kom út árið 1970. Simone de Beauvoir hefur ferðazt víða um lönd bæði í Evrópu og Ameríku. Henni hefur hlotnazt margvísleg viðurkenning fyrir rit- störf sín. -K Betty Friedan hefur um árabil verið einn þekktasti málsvari kvenréttindahreyfingar á okkar dögum. Fyrsta bók hennar „The feminine mysti- que“, Þjóðsagan um konuna, sem út kom árið 48

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.