Réttur - 01.01.1978, Síða 54
margar, að ekki yrði þverfótað fyrir
þeim. Ef við, sem erum þekktar, segjum
öðrum konum, að þær skuli bara vera
nafnlausar, þá verður það ekki til þess að
afnema stjörnustandið.
de Beauvoir: Mér þætti miður, ef Sim-
one de Beauvoir væri á hverju strái. Það,
sem ég á við er, að um framlag kvenna
skiptir það engu meginmáli, að hver og
ein sé upp á eindæmi að leitast við að
skapa sjálfri sér nafn.
Stjórnunarvandi
Friedan: Nú er það svo, að innan
kvennafn'eyfingarinnar, stúdentahreyf-
ingarinnar og ég held líka í hreyfingu
blökkumanna, þá hefur röksemdin um
liópa útvaldra verið notuð til þess að
losna við lýðræðislega skipan og virka,
starfhæfa forystu í því skyni að geta
ráðskazt með ákvarðanir og hindrað ár-
angursríkar aðgerðir. Þetta fjarlægir ekki
valdið, einungis verður auðveldara að
beita brögðum og leika valdatafl, þegar
ekki fyrirfinnst nein formleg skipan með
eindreginni, ábyrgri forystu. Það var ein-
mitt þannig sem stúdentahreyfingin var
lögð í rúst.
de Beauvoir: Ég held, að í Frakklandi sé
kvennahreyfingin miklu fremur sjálfvak-
in. Hún er mjög raunveruleg, og grund-
vallandi að gerð hvað viðkemur öllum
þeim ungu konum, sem reyna með nýju
móti að lifa Jrví lífi, að Jrær eru konur.
Vitanlega er óhagræði að Jrví að viðhafa
ekki formlega yfirstjórn eða skulum við
segja klerkavald. Það getur leitt til sundr-
ungar og hindrað einingu um aðgerðir,
en afneitun skrifræðis og yfirstjórnar hef-
ur ]:>ann kost, að leitazt er við að gera
sérhverja mannveru heillega, og það
brýtur niður karlmannlegar hugmyndir
um dálitla yfirmenn.
Friedan: Ég vil Jrað ekki, að konur séu
beittar brögðum innan valdakerfis karl-
mannasamfélagsins, né lieldur, að þær
séu teknar inn í heildina, sem fyrir er af
kvenlegum eftirlíkjendum. Það sem
þarf er nokkur sjálfsstjórnun fyrir stað-
bundna hópa, með rétt liæfilega form-
legri skipan og samsetningu til Jress að
fært sé að ástunda fjöldaaðgerðir, sem
skipta sköpum fyrir allt landið.
Arðrán karlmanna á konum
S. de Beauvoir: Það er einmitt þetta,
sem við gerðum í fóstureyðingamálinu.
54