Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 55

Réttur - 01.01.1978, Side 55
Okkur tókst að fylkja liði til athafna, í París, í sveitahéruðum, um allt land, en þetta er líka málaflokkur, sem snertir allar stéttir þjóðfélagsins. Allar konur, sveitakonur, verkakonur, rétt eins og konur af borgarastétt láta sig varða mála- flokk, er lýtur að fóstureyðingum. En svo eru önnur mál, sem stórum örðugra er að fá fólk úr ýmsum áttum til þess að sameinast um. Til dæmis er það vanda- málið varðandi heimilisstörfin, sem ég tel sérlega mikilvægt fyrir femínista. Heimilisstörf taka feikilegan tíma, þau eru ólaunuð og eru arðrán karlmanna á konum. Nú er það svo, að þetta mál fær hljómgrunn hjá venjulegum borgurum, áreiðaulega hjá menntafólki og ef til vill hjá verkakonum. Aftur á rnóti er ekki stuðnings að vænta til að mynda frá heimavinnandi konum, sem ekki stunda atvinnu út á við. Þetta snýst um sjálfan tilverurétt þeirra, og mun hafa í för með sér mikinn tvístring og mikla skiptingu meðal kvenna. Friedan: Ég hef verið að bera mig að setja saman efnahagslegan hugmynda- forða fyrir konur. Ein af spumingunum er sú, hvernig koma megi við lágmarks- launamati gagnvart heimilisstörfum. - Þau mætti hugsanlega viðurkenna af hálfu almannatrygginga, gagnvart eftir- launum og við skiptingu eigna við skilnað. Vissulega myndu hér konur lítt efnum búnar svo og miðstéttarkonur geta samsamað sig slíkum lnigmyndum. de Beauvoir: Hér er ég með öllu ósam- mála. Þetta stuðlar að aðgreiningu og ýt- ir konunum jafnvel enn frekar inn á heimilin. Við samherjar í frönsku kven- réttindahreyfingunni erum mjög andvíg- ar þessum hugmyndum. Þetta viðheldur þeirri mynd, að konurnar séu umfram allt og endilega heima, og þar snýst ég eindregið gegn. Friedan: En finnst yður ekki, að svo lengi sem konurnar vinna á heimilun- um, einkurn meðan smábörn eru þar, þá beri að meta jrau störf að nokkru marki? de Beauvoir: Hvers vegna konnr? Það er spurningin. Ætti maður að hugsa sem svo, að konan sé að eilífu dæmd til þess að sitja kjur heima? Friedan: Mér finnst ekki, að konur ættu að vera til þess knúðar. Börnin ættu að vera sameiginleg ábyrgð beggja foreldra og þjóðfélags. Nú á dögnm eru æði marg- ar konur ,sem aðeins hafa unnið á heim- ilunum meðan börn þeirra voru að vaxa úr grasi. Þessi vinna hefur ekki verið metin til svo mikið sem lágmarkslauna með tilliti til greiðslu á eftirlaunum, al- mannatryggingum eða við skiptingu eigna. Það mætti hugsa sér eins konar skírteinisfyrirkomulag þannig, að kona, sem óskaði að halda áfram námi eða starfi og sömuleiðis eiga sín börn, hún gæli framvísað því til greiðslu á barna- gæzlu. Ef hún vildi sjálf gæta sinna barna að öllu leyti, kæmu þau laun í hennar hlut. de Beauvoir: Nei, jrað er skoðun okkar, að ekki sé rétt að setja neinni konu þessa valkosti. Engin kona ætti að hafa ein- dregna heimild nánast löggildingu til jæss að vera heima við í jrví skyni að ala upp börn sín. Þjóðfélagið ætti að vera allt öðru vísi. Konur ættu ekki að eiga slíkt val beinlínis vegna jress, að sé slíkur valkostur fyrir hendi, er hætt við Jrví, að alltof margar konur taki einmitt hann. Þetta er ein leiðin til þess að þvinga kon- ur inn á vissa braut. Friedan : Eg skil röksemdafærsluna mæta vel, en við núverandi pólitískar aðstæður 55

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.