Réttur


Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 56

Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 56
er ég ekki sammála henni. Staðreyndin er, að í Bandaríkjunum fyrirfinnast varla nokkrar einustu dagvistarstofnanir. Við erum að berjast fyrir því að fá þær, en í Ameríku er um að ræða svo sterka hefð fyrir einstaklingsfrelsi, að ég myndi al- drei telja fært að setja hlutina þannig fram, að sérhver kona beinlínis yrði að setja barn sitt á dagvistunarstofnun. de Beauvoir: Við hér lítum öðruvísi á málið. Við skoðum þetta sem þátt í þjóð- félagsumbótum, sem taka til umheimsins einnig, og væri þar með ekki viðurkennd hin ævagamla aðgreining milli karls og konu, milli heimilis og útivinnu. Okkur finnst, að sérhver einstaklingur, konur jafnt sem karlar eigi að vinna vit á við og jafnframt eiga þess kost að leysa vanda- mál barnagæzlunnar, annaðlivort með kommúnufyrirkomidagi, sambýlisformi í stórum einingum ellegar þá með ann- ars konar skipulagningu á fjölskyldunni. Ekki þarf endilega að lialda sig við sama vöggustofu-dagvistar fyrirkomulag, held- ur mætti haga skipaninni þannig, að þeir valkostir ,sem eru í seilingarlengd, gætu verið breytilegir, ólíkir. Eitthvað á þessa leið er einmitt verið að reyna í Kína. Sem dæmi mætti nefna, að vissan dag safnast allir meðlimir kommúnunnar saman, og tekið er til við það að koma frá til dæmis þvotti og þjónustubrögð- um. Karlmennirnir taka þarna til hendi. Það mun ekki breyta þjóðfélaginu að hvetja konur til þess að vera áfram lieima við. Friedan: Ég aðhyllist öllu fremur hug- myndir um margskonar eða margbreyti- legar aðstæður, sem byðu upp á ýmsa úr- kosti með raunverulegu vali. Eg held, að hugsunin, tilfinningin um einstaka fjöl- skyldu og um gildi móðernisins, eigi sér svo djúpar rætur með fólki, að pólitískt sé ég enga færa leið auk heldur gagnlega til þess að leggja þar til atlögu við í Jrví skyni að þurrka þetta út, afnema þetta. Ef fólk kýs að búa í kommúnu með því sniði, er þér lýstuð, ])á á séi leið að standa því opin. En ég vildi gjarnan sjá það, að stofnanir risu af grunni í þjóðfélaginu, sem gerðu það mögulegt, að karlar og konur, sem óska að béia við skipan kjarnafjölskyldunnar, mættu losna und- an oki þeirrar rígbundnu hlutverka- skiptingar milli kynja, sem við höfum verið fjötruð í með hliðsjón af heimilis- störfum, barnagæzlu og fleiru. Einnig þeir, sem vilja halda sig við bundna verkaskiptingu, ættu að eiga vcilina þar um. Vandamálið hefur verið það, að ekki hefur verið um neitt val að ræða. Þegar telpa er í heiminn borin de Beauvoir: Ég er þeirrar skoðunar, að meðan fjölskyldan, goðsögnin um fjöl- skylduna, goðscjgnin um móðernið og hina móðurlegu eðlishvöt er ekki brotin niður, þá muni konur enn um langa hríð verða undirokaðar. Friedan: Það var og. Hér held ég, að okkur greini stórlega á, Ég álít, að móð- erni sé meira en goðsögnin einber, þótt aldrei nema því liafi tengzt nokkur skin- helgi. de Beauvoir: Um leið og telpa er í heim- inn borin er henni innrætt köllunin til móðernisins vegna þess, að þjóðfélagið vill raunverulega beina henni að heim- ilisstörfum, sem reyndar eru engin kcill- un. Til þess að fá liana til þeirra starfa er Grískar konur úr mótspyrnuhreyfingunni bera vopnabirgoir yfir fjallaskörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.